Á hverju einasta ári, þegar fyrsti snjórinn fellur, myndast raðir við öll dekkjaverkstæði landsins. Margir eru sniðugir og setja vetrardekk undir bílinn strax 1. nóvember og losna þannig við raðirnar. Það getur verið dýrt að setja ný dekk undir bílinn en með Lykilleigu losnarðu við þann kostnað.

Góð vetrardekk eru grundvallaröryggisatriði

Góð vetrardekk eru grundvallaröryggisatriði. Dekkin eru eina tenging bílsins við jörð og því skiptir höfuðmáli að aka á góðum dekkum. Og spyrjir þú á dekkjaverkstæðum, þá muntu fljótlega komast að því að dekk eru ekki bara dekk, heldur skipta gæði þeirra miklu máli og fáum við oft að heyra að maður fái það sem maður borgar fyrir.

Hér í höfuðborginni er eflaust ekki alltaf nauðsynlegt að aka um á negldum vetrardekkjum og hefur borgin verið í átaki undanfarna vetur til að draga úr notkun þeirra og minnka þannig bæði svifryk og slit á götum. Hægt er að fá virkilega góð ónegld vetrardekk og þá eru einnig aðrir valmöguleikar í boði, t.d. harðskeljadekk. Báðar tegundir henta vel þar sem reglulega er skafið og götur saltaðar.

Vetrardekk og dekkjaskipti eru innifalin í Lykilleigu

Ef þú ert með bíl á Lykilleigu þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem felst í kaupum á vetrardekkjum og dekkjaskiptum. Þegar þú hefur ákveðið að taka nýjan bíl á Lykilleigu, þá velur þú hvers lags vetrardekk þú vilt hafa undir bílnum hjá dekkjasþjónustuaðila Lykilleigu www.klettur.is. Klettur geymir síðan sumardekkin á dekkjahóteli, þér að kostnaðarlausu, og það eina sem þú þarft að gera er að mæta og láta skipta um dekk. Við mælum hins vegar með að það sé gert í fyrir fyrsta snjódag. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um Lykilleigu, geturðu lesið meira um hana hérna eða haft samband við okkur í síma 540-1700.