Bílalán

Bíla­lán á lágum vöxtum

Lykill býður upp á skjóta og góða þjónustu, lága vexti og hagstæð kjör á bílalánum. Það er lykillinn að nýja bílnum þínum.

Reiknaðu verðið

Látum dæmið ganga upp

50%

Mánaðargreiðsla

Vextir

Höfuðstóll láns

Fjármögnunarhlutfall

Græn lán

Rafmagns- og vetnisbílar sem ganga fyrir 100% endurnýjanlegri orku fá 50% afslátt af lántökugjöldum og 0,20% stiga afslátt af vöxtum.

50% afsláttur er af lántökugjöldum fyrir aðra umhverfisvæna bíla með mengunarstuðul CO2 50g eða minna.

Einfalt og sveigjan­legt lán

Allt að 90% lán í sjö ár

Hjá Lykli getur þú fengið bílalán fyrir allt að 90% af kaupverði bílsins og lánstíminn getur verið allt að sjö ár.

Engin uppgreiðslugjöld

Þú getur greitt inn á lánið hvenær sem er og greiðir ekkert uppgreiðslugjald. Þannig getur þú auðveldlega lækkað vaxtakostnað.

Ekki bara bílar

Lykill býður ekki bara fjármögnun á bílum heldur líka öðrum ökutækjum á borð við mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, húsbíla og hjólhýsi.

Lánið er óverðtryggt

Lánið er óverðtryggt með breytilegum vöxtum. Það er með jöfnum greiðslum sem þýðir að greiðslubyrðin helst óbreytt ef vextir breytast ekki.

Þú velur hvar bíllinn er tryggður

Þótt Lykill tilheyri sömu samsteypu og TM eru engar kvaðir varðandi tryggingar á bílalánum hjá Lykli. Þú ræður alfarið hvar þú tryggir nýja bílinn þinn.

Alla jafna ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæðir

Þú þarft að gangast undir greiðslumat ef lánsfjárhæðin að viðbættum lántökukostnaði er hærri en 2.350.000 eða ef hún er hærri en 4.700.000 fyrir hjón eða par í sambúð. Í öllum tilfellum þarf lánshæfismat að eiga sér stað.

Get ég tekið lán fyrir hvaða bíl sem er?

 • Lánsfjárhæð þarf að vera að lágmarki 750.000 kr.
 • Útborgun þarf að vera að lágmarki 150.000 kr.
 • Í boði eru allt að:
 • 90% lán til allt að sjö ára fyrir nýjum bílum,
 • 90% lán til allt að fimm ára fyrir notuðum bílum,
 • 80% lán til allt að sjö ára fyrir notuðum bílum.

Aldur á notuðum bíl og lánstími getur verið að hámarki níu ár samanlagt í tilviki 90% lána og að hámarki tólf ár samanlagt í tilviki 80% lána.

Umsóknarferlið er einfalt

1

Þú finnur rétta bílinn hjá bílasala.

2

Bílasalinn sendir inn lánsumsókn fyrir þig.

3

Lykill fer yfir lánsumsóknina og útbýr samning.

4

Þú undirritar samninginn og eignast bílinn!

Hver er munurinn á bíla­láni og bíla­samningi?

Bílalán

Með hefðbundnu bílaláni ert þú eigandi bílsins frá upphafi. Til tryggingar tekur Lykill veð í bílnum á fyrsta veðrétti.

Bílasamningur

Með bílasamningi er Lykill skráður eigandi bílsins en þú umráðamaður. Að samningstíma loknum eignast þú bílinn.

Hvað með fjár­mögnun á öðrum öku­tækjum?

Lykill getur ekki aðeins aðstoðað þig við að fjármagna bílakaup heldur einnig kaup á öðrum skráningarskyldum ökutækjum. Lánstími getur verið allt að sjö ár en samanlagður aldur og lánstími getur að hámarki verið tólf ár. Hjá Lykli getur þú fengið lán fyrir allt að 75% af kaupverði á eftirfarandi tækjum:

 • Húsbílar
 • Hjólhýsi
 • Tjaldvagnar
 • Fjórhjól
 • Mótorhjól
 • Vélsleðar

Ökutækja­trygging

Hjá TM getur þú keypt allar bílatryggingar á fljótlegan og auðveldan hátt á netinu.

 • Ökutækjatrygging
 • Kaskótrygging
 • Bílrúðutrygging

Fá verð í ökutækjatryggingu

Mínar síður

Á mínum síðum sérðu yfirlit yfir öll þín mál og getur fylgst nákvæmlega með láninu þínu.

 • Staða samninga
 • Yfirlit
 • Afrit reikninga

Opna mínar síður

Algengar spurningar

Lykill brúar bilið og aðstoðar þig við að eignast draumabílinn

Viltu kannski frekar leigja en kaupa?

Það getur haft ýmsa kosti í för með sér að taka bíl á langtímaleigu í stað þess að kaupa og eiga bíl. Áhyggjuleysi og öryggi, öll þjónustan sem er innifalin og frelsið sem er fólgið í því að geta skilað bílnum og þurfa ekki að hugsa um endursölu.