Spurt og svarað

Hér getur þú fundið algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að sendu okkur þá tölvupóst með spurningunni á lykill@lykill.is eða hringdu í síma 540-1700

Hvernig tek ég Lykillán eða Lykilsamning?

Þegar þú hefur fundið rétta bílinn þá setur þú þig í samband við bílasalann og hann sendir inn lánsumsókn til Lykils. Einnig getur þú sent lánsumsókn í gegnum þjónustuvef Lykils inn á https://minn.lykill.is

Er Lykill með lágmarks lánsfjárhæð?

Í Lykillánum og Lykilsamningum miðast lágmarkslánsfjárhæð við 750.000 kr.

Hvenær er þörf á greiðslumati?

Samkvæmt lögum um neytendalán nr. 33/2013 þarf einstaklingur að gangast undir greiðslumat ef heildarlánsfjárhæð er hærri en 2.000.000 kr. en fyrir hjón eða sambúðaraðila eru fjárhæðarmörkin 4.000.000 kr.

Undir öllum kringumstæðum þarf/þurfa lántaki/lántakar að gangast undir lánshæfismat.

Hvernig get ég fengið stöðu á Lykilláni og eða Lykilsamningi?

Þú getur nálgast stöðu á Lykillánum og Lykilsamningum með því að skrá þig inn á þjónustuvef Lykils https://minn.lykill.is

Get ég fengið greiðsluseðil sendan?

Já, þú getur haft samband við þjónustuver Lykils í síma 540-1700 eða sent tölvupóst á lykill@lykill.is og óskað eftir því að fá sendan greiðsluseðil.

Get ég hætt að fá greiðsluseðlana senda heim til mín?

Ef samningur/lán er skráður/skráð í beingreiðslu greiðir viðskiptavinur lægra greiðslugjald auk þess sem greiðsluseðlar eru ekki sendir til hans í pósti.

Unnt er að skrá samning/lán í beingreiðslu með því að hafa samband við viðkomandi viðskiptabanka og óska eftir að samningur/lán verði skráður/skráð í beingreiðslu. Einnig er hægt að skrá samning/lán í beingreiðslu í heimabanka.

Hvaða staða er á greiðsluseðlunum?

Staða samnings/láns sem birtist á greiðsluseðlum til viðskiptavina er uppreiknaðar eftirstöðvar miðað við útgáfudag greiðsluseðils.

Dæmi: Þann 24.01.14 er útgáfudagur á greiðsluseðlum vegna gjalddaga 05.02.14, eftirstöðvar á greiðsluseðli miðast því við útgáfudaginn 24.01.14.

Eftirstöðvar á greiðsluseðli eru eingöngu ætlaðar til upplýsinga um stöðu samnings/láns á útgáfudegi greiðsluseðils. Hafi viðskiptavinur hug á að greiða upp samning/lán, þarf að hafa samband við þjónustuver Lykils.

Hvar get ég séð áramótastöðu fyrir skattskýrsluna?

Áramótayfirlit eru aðgengileg á þjónustuvef Lykils.

Get ég skilað bílnum til Lykils?

Leigutaka er ekki heimilt að skila inn leigumunum til Lykils sbr. 22. gr. bílasamnings.

Ef leigutaki stefnir í greiðsluþrot, vinsamlega hafið samband við lögmenn innheimtusviðs, innheimta(hja)lykill.is

Hvað er verðtrygging?

Verðtrygging er trygging fyrir því að tiltekin greiðsla í framtíðinni haldi kaupmætti sínum frá þeim degi sem verðtryggður samningur er gerður. Höfuðstóll verðtryggðra lána og samninga breytist mánaðarlega eftir því sem breytingar verða á vístölunni (verðbólgu). Það sem kemur til greiðslu á samningum/lánum með verðtryggingu er afborgun, vextir og hluti verðbóta. Verðtrygging samninga og lána Lykils miðast við vísitölu neysluverðs og breytist út frá þeirri grunnvísitölu sem tilgreind er á samningi/láni. Vísitala neysluverðs hækkar til samræmis við verðlag (verðbólgu) í landinu.

Sem dæmi má nefna að sé verðtryggt lán að upphæð einni milljón tekið í dag til fimm ára og verðbólga reynist vera 10% á tímabilinu þarf sá sem tók lánið að endurgreiða 1,1 milljón króna. Ekki er tekið tillit til greiðslu vaxta í þessu dæmi.

Get ég greitt inn á lánið mitt að hluta eða í heild sinni?

Já, þú getur greitt inn á lánið þitt með millifærslu inn á reikning Lykils: reikningur 0358-26-000152, kt. 690121-2200. Mikilvægt er að taka fram skráningarnúmer ökutækis í skýringu og senda kvittun á netfangið lykill@lykill.is.

Með hvaða hætti reiknast greiðslur af samningi/láni?

Bílasamningar/bílalán Lykils eru eftirágreidd, sem þýðir að afborgun og vextir reiknast eftirá fyrir hvert tímabil.

Dæmi: Greiðsla á gjalddaga 05.02.14 felur í sér afborgun og vexti fyrir tímabilið 05.01.14-04.02.14, þ.e. viðskiptavinur greiðir fyrir ákveðið tímabil eftir að því lýkur.

Er hægt að færa lánið mitt yfir á annan bíl?

Já, það er hægt með yfirlýsingu umveðflutning/leigumunaskipti yfir á nýja bílinn.

Bíllinn sem lánið er flutt yfir þarf að uppfylla skilyrði um lánshlutfall og aldur.

Ef þú þarft viðbótarfjármögnun þá er útbúið nýtt lán, svokallað sameiningarlán, sem greiðir upp lánið á gamla bílnum. Einungis er greiddur lántökukostnaður af viðbótinni þegar um sameiningarlán er að ræða og getur það því verið hagkvæmur kostur.

Skylda til að framvísa skilríkjum - Duty to present identifications
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er okkur skylt að krefja viðskiptavini um viðurkennd persónuskilríki áður en viðskipti geta átt sér stað.

Löggild skilríki eru einungis:

  • Ökuskírteini
  • Nafnskírteini
  • Vegabréf

Erlendir ríkisborgar þurfa ávallt að hafa meðferðis vegabréf. Foreign citizens must always show passports as proof of identity

Hvað á að gera ef bifreið sem er á Lykilláni eða Lykilsamningi verður fyrir tjóni?

Tilkynna þarf öll tjón til Lykils í síma 540-1740 sem og til viðkomandi tryggingafélags.

Er hægt að fá fjármögnun á bíl sem hefur lent í tjóni?

Bíll sem hefur lent í tjóni og er skráður tjónabifreið eða hefur verið í eigu tryggingafélags vegna tjóns er ekki lánshæfur.

Get ég farið með ökutækið til útlanda?

Óheimilt er, án samþykkis Lykils, að flytja bifreiðar eða önnur tæki úr landi sem Lykill er skráður eigandi að eða eru veðsett Lykli.

Ekki er fullnægjandi að viðkomandi sé skráður umráðamaður bifreiðar. Við viljum því góðfúslega benda viðskiptavinum okkar á að hafa samband við okkur tímanlega og óska eftir skriflegu leyfi hyggi þeir á utanferð með Norrænu eða öðru skipafélagi svo að ekki þurfi til þess að koma að þeir verði stoppaðir við skipshlið.

Leyfi er einungis veitt í takmarkaðan tíma í senn og gegn ákveðnum skilyrðum og reglum Lykils. Slíkt leyfi getur verið háð því að frekari tryggingar fyrir samningi/láni séu veittar, svo sem bankaábyrgð eða tryggt veð að mati Lykils.

Reglur og skilyrði Lykils fjármögnunar.