Um Lykil fjármögnun

Lykill fjármögnun er eignaleiga sem fjármagnar bíla, vélar, tæki og fleira þar sem forsvaranlegt er að allar eða meginhluti trygginga sé í búnaðinum sjálfum. Lykill einsetur sér að veita góða og skjóta þjónustu og bjóða upp á lága vexti, fjölbreytta fjármögnunarkosti og öryggi í viðskiptum.

Lýsing, forveri Lykils, var stofnað árið 1986 og hefur félagið alla tíð boðið fjármögnunarþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Lykill er vörumerki Kviku banka hf., kennitala 540502-2930.

Kennitala Lykils fjármögnunar er 690121-2200 og banki: 0358-26-000152