Um Lykil fjármögnun hf.

Lykill er eignaleiga og því fjármögnum við bíla, vélar, tæki og fleira þar sem forsvaranlegt er að allar eða meginhluti trygginga séu í búnaðinum sjálfum. Við ætlum okkur að vera ferskur drifkraftur á markaðnum sem tryggi viðskiptavinum skjóta þjónustu, hagstæð kjör, fjölbreytta fjármögnunarkosti og öryggi í viðskiptum.

Lýsing, forveri Lykils, tók til starfa árið 1986 og hefur félagið alla tíð boðið fjármögnunarþjónustu til fyrirtækja, stofnanna og einstaklinga.

Lykill er í eigu TM hf. en enginn einn einstaklingur er raunverulegur eigandi 10% eða meira beint eða óbeint í því félagi.

Kennitala Lykils er 621101-2420

Allar frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar Lykils í síma 540 1700 og á skrifstofu okkar að Síðumúla 24 í Reykjavík. Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn á lykill@lykill.is