Reglur og skilyrði vegna ferða með ökutæki erlendis

Reglur og skilyrði sem m.a. koma til skoðunar ef óskað er eftir að fara með ökutæki erlendis sem er fjármagnað af Lykli fjármögnun.

  1. Samningur/lán sé í skilum.
  2. Að lágmarki 6 mánuðir séu liðnir frá gerð samnings/láns.
  3. Leigu-/lántaki/ar sé/u með ásættanlegt lánshæfismat að mati Lykils við umsókn.
  4. Tæki sé ábyrgðar- og kaskótryggt.
  5. Tryggingafélag hafi gefið út græna kortið og tækið sé þjófnaðartryggt á meðan dvöl stendur.
  6. Viðeigandi tryggingar liggi fyrir andvirði láns/samnings að mati Lykils.
  7. Staðfesting frá flutningsaðila um að flutningur fram og til baka sé greiddur.
  8. Dvöl erlendis sé tímabundin.