Í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabanka Íslands höfum við ákveðið að lækka vexti enn frekar á fjármögnunarmarkaði.

Frá og með deginum í dag, 7. desember 2020, munu óverðtryggðir breytilegir vextir nýrra Lykillána og Lykilsamninga lækka um allt að 0,25 prósentustig.

Óverðtryggðir breytilegir vextir Lykillána og Lykilsamninga sem gerðir voru fyrir síðustu vaxtalækkun Seðlabanka Íslands og eru tengdir við eins mánaðar Reibor vexti lækkuðu í framhaldi af breytingu stýrivaxta þann 18. nóvember 2020.

Óverðtryggðir breytilegir vextir á nýjum Lykillánum og Lykilsamningum sem taka gildi í dag, 7. desember 2020, verða því eftirfarandi:

Fjármögnunarhlutfall hærra en 81% af kaupverði …………………6,80%

Fjármögnunarhlutfall 61- 80% af kaupverði …………………………..5,25%

Fjármögnunarhlutfall 51- 60% af kaupverði …………………………..4,95%

Fjármögnunarhlutfall 50% eða lægra af kaupverði ………………..4,20%

Kynntu þér hagstæðar fjármögnunarleiðir hjá Lykli eða kíktu í Sýningarsalinn þar sem þú getur skoðað úrval nýrra bíla frá öllum helstu bílaumboðum landsins.

Ef þú hefur spurningar eða vilt kanna ákveðna fjármögnunarmöguleika fyrir bíl, atvinnutæki eða önnur tæki þá eru ráðgjafar okkar alltaf reiðubúnir að aðstoða. Hafðu samband í síma 540-1700 eða með tölvupósti á lykill@lykill.is