Aftur heim
17. jan, 2024
Rafmagns- og tengilt­vinn­bílar borga núna kílómetragjald

Við viljum vekja athygli eigenda og umráðamanna tengiltvinnbíla (PHEV) og rafbíla að reglur um nýtt kílómetragjald tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Frá þeim tíma hvílir sú skylda á eigendum og umráðamönnum þessara ökutækja að skrá stöðu kílómetramælis bílsins á island.is. Fyrsta skráning á kílómetrastöðu eftir upphaf gjaldtöku skal eiga sér stað fyrir 20. janúar 2024. Fyrsti gjalddagi greiðslna vegna gjaldtímabilsins janúar 2024 verður 1. febrúar.

Kílómetragjaldið byggist á fjölda ekinna kílómetra. Gjaldið er 6 kr/km fyrir rafmagns- og vetnisbíla en 2 kr/km fyrir tengiltvinnbíla.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.