Viltu losna við óvænt útgjöld?

Eitt það erfiðasta við rekstur bíls er að sjá fyrir öll útgjöld sem fylgja rekstrinum. Þannig getur bíll bilað óvænt, fryst og snjór fallið snemma og ýmislegt annað komið upp á sem var ekki fyrirséð. Með Lykilleigu losnar þú við öll óvænt útgjöld og borgar alltaf sömu föstu krónutölu í hverjum mánuði.

Með Lykilleigu ertu í raun að leigja nýjan bíl til lengri tíma. Þú losnar þannig við öll óvænt útgjöld og við sjáum um allt viðhald á bílnum, hvort sem um er að ræða dekk, dekkjaskipti, þjónustuskoðanir, bifreiðagjöld, tryggingar og hvað eina. Í raun er innifalið í leigunni allt annað en bensín og rúðuvökvi. Lykilleiga er auk þess ekki verðtryggð og upphæðin er alltaf sú hin sama út samningstímann. Útgjöld vegna bílsins verða þannig fasti sem breytist ekki og gerir heimilisreksturinn enn auðveldari.

Bíll mánaðarins er Toyota Aygo

Í hverjum mánuði bjóðum við valinn bíl á einstökum kjörum – kjör sem þú getur tryggt þér með því að gera samning um Lykilleigu í 12 til 36 mánuði. Í þessum mánuði bjóðum við Toyota Aygo á aðeins 44.800 kr., miðað við Lykilleigu í 36 mánuði.

Skoðaðu úrvalið

Í glænýjum og endurbættum Sýningarsal okkar má finna frábært úrval nýrra bíla sem þér stendur til boða að fá með Lykilleigu. Nú getur þú síað niður á þær gerðir bíla sem heilla þig mest og séð hvaða bílar eru í boði í hverjum flokki fyrir sig. Þá er auðvelt að reikna út Lykilleigu sem og Lykillán.