Langtímaleiga á bíl veldu nýjan bíl á langtímaleigu
Langtímaleiga nýir bílar

Langtímaleiga á bíl

Langtímaleiga á bíl er hagkvæm leið fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að reka bíl. Að leigja bíl í langtímaleigu einfaldar að reka bíl og kemur í veg fyrir sveiflur í útgjöldum. Ef þú tekur saman allan kostnað við að reka eigin bíl og berð það saman við langtímaleigu þá kemur mörgum á óvart hversu hagkvæmt það er að leigja. Hjá Lykli köllum við langtímaleigu líka Lykilleigu

Fastar mánaðarlegar greiðslur í langtímaleigu

Langtímaleiga á bíl er með fastri mánaðarlegri greiðslu þar sem allt viðhald, dekk, dekkjaskipti, þjónustuskoðanir, smurning, bifreiðagjöld og tryggingar er innifalið. Eina sem þú þarft að kaupa er eldsneyti og rekstrarvörur fyrir bílinn. Langtímaleiga á bíl er ekki verðtryggð og upphæðin er alltaf sú sama út samningstímann.

Veldu þér nýjan draumabíl og leigðu hann

Langtímaleiga gerir leigjendum mögulegt að velja sér splúnkunýjan draumabíl hjá bílaumboði á Íslandi og borga fyrir hann fasta leigugreiðslu á mánuði í 12 til 36 mánaði. Það er allt innifalið í leigu nema bensín og rúðupiss. Þú getur fundið draumabílinn með þægilegum hætti Sýningarsalnum þar sem þú finnur mesta úrval nýrra bíla á Íslandi. Í Sýningarsalnum getur þú borið saman bíla frá ólíkum umboðum. Þegar þú hefur fundið bílinn þá lætur þú okkur vita. Ef öll skilyrði fyrir langtímaleigu eru uppfyllt göngum við frá kaupunum og afhendum þér svo bílinn hér hjá Lykli í Síðumúla 24.

Af hverju er svona hagkvæmt að taka bíl á langtímaleigu

Að reka einn bíl er dýrara en að reka marga bíla. Lykill nýtur bestu kjara við kaup á ökutækjum og þjónustu vegna þess mikla magns sem félagið kaupir. Viðskiptavinir í langtímaleigu njóta þessara kjara og þess vegna getur verið ódýrara að leigja en að kaupa.

Bílar á sérkjörum í langtímaleigu

Lykill fjármögnun býður reglulega bíla á sérkjörum í langtímaleigu. Þetta er takmarkaður fjöldi bíla í hvert skipti. Þetta eru nýir bílar viðskiptavinum Lykils stendur til boða á mun hagstæðari kjörum en eru í boði öllu jafna.

Lengd leigutíma í langtímaleigu er 12 – 36 mánuðir

Langtímaleiga á bíl getur verið frá 12 mánuðum upp í 36 mánuði. Þegar kemur að lokum leigutímans þá skilar þú gamla bílnum og velur nýjan til að leigja. Lykilleiga er svona einföld.

 

Þægilegt að reka bílinn í langtímaleigu

Það er einfallt og þægilegt að reka bíl í langtímaleigu. Þú færð bæði sumar og vetrardekk með bílnum og við látum geyma dekkin á dekkjahóteli. Þú þarft bara að mæta til að láta skipta um dekk þegar árstíðum skiptir. Þjónustuskoðanir og viðhald er einfalt, þú þarft einungis að mæta með bílinn í reglubundnar þjónustuskoðanir hjá umboðsaðilum og ef eitthvað bilar þá sendum við bílinn á verkstæði og borgum viðgerðina.

 

Þú losnar við endursöluáættu á bílnum

Það getur verið erfitt að selja bíl af ýmsum ástæðum og enn erfiðara að fá gott verð fyrir bílinn. Í langtímaleigu losnar þú við alla áhættu sem og umstangið við að selja bíl.

Langtímaleiga leigutími

Hvað ef þú lendir í tjóni með bíl á langtímaleigu

Ef þú lendir í tjóni verður þú að tilkynna það til okkar, við höfum samband við tryggingafélagið og finnum út hvar er best að láta gera við bílinn.

 

Hvað ef bíllinn hefur orðið fyrir skemmdum

Það er gaman að vera á nýjum bíl en það er erfitt að komast hjá því að þeir verði fyrir hnjaski. Ef slit á bílnum eða skemmdir eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þá þarf að greiða aukalega fyrir það en hvað er eðlilegt og hvað ekki? Við hjá Lykli tókum saman dæmi þannig að viðmiðin séu skýr. Þú vilt ekki láta koma þér á óvart með aukareikningi fyrir viðgerðum í lok leigutímans. Smelltu hér og kynntu þér eðlileg not og slit.

Langtímaleiga á bíl einföld og hagkvæm leið

Langtímaleiga verð

Verð í langtímaleigu fer eftir grunnverði á hverjum bíl og lengd leigusamnings. Greiddar eru fastar mánaðarlegar greiðslur en greiðslurnar eru lægri eftir því sem leigusamningurinn er lengri. Lykill býður frá 12 mánaða til 36 mánaða leigusamninga fyrir langtímaleigu á bílum.

Þú getur skoðað alla nýja bíla frá helstu bílaumboðum í Sýningarsal Lykils og séð þar leiguverð í langtímaleigu fyrir hvern bíl.

Nokkur atriði til viðbótar

• Þú velur bílinn í samráði við okkur – við göngum síðan frá kaupunum og afhendum þér.
• Bíllinn er skráður á Lykil.
• Lykill er eigandi og umráðamaður – þú ert leigutaki.
• Í sameiningu finnum við út hvað þú ekur mikið á ári og stillum leigusamninginn af eftir því.
• Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, dekkjaskipti, tryggingar og bifreiðagjöld – þú borgar bara eina greiðslu.
• Við undirritun samnings er alla jafna lagt fram tryggingarfé sem samsvarar þriggja mánaða leigu.
• Við lok leigutíma skilar þú bílnum til Lykils og gengur frá samningslokum.

Langtímaleiga verð hagstætt
Lantímaleiga tryggingar á bíl
Ef um tjón er að ræða

Ef um tjón er að ræða sem þarfnast úrlausnar strax, er TM tryggingafélag Lykilleigunnar og því hægt að hafa samband beint við tjónaþjónustu þeirra í síma 515-2000 á skrifstofutíma eða í Neyðarvakt TM í síma 800-6700 utan skrifstofutíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við Aðstoð og öryggi í síma 578-9090 vegna aðstoðar við útfyllingu tjónstilkynningar.

Langtímaleiga dekk og dekkjaþjónusta
Þjónustuaðilar vegna hjólbarða í Lykilleigu.

Þjónustuaðili Lykils er Klettur ehf. sem rekur tvö þjónustuverkstæði á höfuðborgarsvæðinu;

  • Klettagörðum 8-10. Opnunartími 8 -17 alla virka daga – sími 590-5280 – þjónustusími utan afgreiðslutíma 825-5795
  • Suðurhrauni 2b í Garðabæ. Opnunartími 8-17 alla virka daga – beinn sími 590-5290
Langtímaleiga þjónusta og þjónustuskoðanir innifaldar
Þjónustuaðilar bifreiða í Lykilleigu

Ef skyndileg bilun kemur upp í bifreið sem er í Lykilleigu á notandi undantekningalaust að leita til þjónustuverkstæðis viðkomandi bílaumboðs og fá aðstoð þar. Allar meiriháttar bilanir sem komið geta upp ættu að tengjast framleiðendaábyrgð bílsins og því áríðandi að málið fari í réttan farveg til að leysa vandamálið. Jafnframt er nauðsynlegt að láta þjónustuver Lykils vita í síma 540-1740 eða á thjonustuver@lykill.is

Langtímaleiga þjónusta

Viðbótarþjónusta

Þú átt kost á margskonar viðbótarþjónustu og nýtur stærðarhagkvæmni Lykils í lægri verðum.

  • Skeljungur býður afslátt af eldsneyti og rekstrarvörum.
  • Löður býður afslátt af bílþvotti á bílaþvottastöðvum Löðurs.

 

Langtímaleiga hjá Lykli við tökum vel á móti þér

Nánari upplýsingar um langtímaleigu

Allar frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar Lykils í síma 540 1700 og á skrifstofu okkar að Síðumúla 24 í Reykjavík.Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn á lykill@lykill.is

Þú getur líka farið inn á Spurt og svarað og séð svör við algengum spurningum.