Langtímaleiga

Áhyggju­laus og auð­veldur rekstur

Langtímaleiga er þægilegur valkostur sem lágmarkar bæði kostnað og áhættu við að reka bíl og kemur í veg fyrir sveiflur í útgjöldum. Skoðaðu úrvalið í Sýningarsalnum.


Sýningarsalurinn
Föst mánaðarleg greiðsla

Upphæðin er alltaf sú sama á mánuði og þú getur treyst því. Langtímaleiga felur ekki í sér verðtryggingu og upphæðin breytist ekki eftir verðlagi eða vaxtabreytingum.

Nýir bílar

Þú getur leigt bíl í eitt til þrjú ár. Við lok leigutímans skilar þú bílnum og færð nýjan til að leigja. Þú ert því alltaf á nýjum og fínum bíl.

Engin áhætta við endursölu

Það getur verið erfitt að selja bíl eða að fá fyrir hann gott verð. Í langtímaleigu losnar þú við alla áhættu og umstang sem fylgir því að selja bíl.

Þú velur bílinn

Þú velur draumabílinn hjá bílaumboði og hefur samband við okkur. Við göngum frá kaupunum og afhendum þér síðan bílinn.

Þú þarft ekki að spá í tryggingar

Tryggingar eru jafnan einn stærsti kostnaðarliðurinn við rekstur á bíl en í langtímaleigu eru tryggingar innifaldar í leiguverðinu.

Þægilegur rekstur

Við látum geyma dekkin fyrir þig á dekkjahóteli, þú ferð með bílinn í smurþjónustu og þjónustuskoðanir og allur kostnaður við það er innifalinn í leiguverðinu. Það er einfalt og þægilegt að reka bíl á langtímaleigu.

Hvað er innifalið í leiguverðinu?

Svo gott sem allt er innifalið í leiguverðinu nema eldsneyti og rekstrarvörur á borð við perur og rúðuþurrkur:

 • Tryggingar
 • Bifreiðagjöld
 • Þjónustuskoðanir
 • Smurþjónusta
 • Dekk, dekkjaskipti og dekkjageymsla
 • Viðhald slitflata, s.s. á bremsum

Ferlið er einfalt

1

Þú finnur nýjan bíl hjá bílaumboði.

2

Bílasali sendir inn leiguumsókn fyrir þig.

3

Lykill fer yfir umsóknina og útbýr leigusamning.

4

Þú undirritar samninginn og ekur á brott!

Get ég valið hvaða bíl sem er?

Þú getur valið hvaða nýja bíl sem er hjá bílaumboði á Íslandi. Þegar leigutíma lýkur skilar þú bílnum og velur þér annan bíl.

Þjónustuaðilar

Lykill hefur gert samninga við ákveðna þjónustuaðila og greiðir allan kostnað við þeirra þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að koma bílnum á staðinn.

 • Dekkjaskipti
 • Olíuskipti
 • Almennt viðhald

Sjá þjónustuaðila

Mínar síður

Á mínum síðum sérðu yfirlit yfir öll þín mál.

 • Staða samninga
 • Yfirlit
 • Afrit reikninga

Opna mínar síður

Algengar spurningar

Langtímaleiga Lykils gerir þér kleift að keyra um á nýjum bíl algjörlega áhyggjulaus