Hvað kostar að hlaða rafmagnsbíl?

Það kemur mörgum á óvart hvað kostar að hlaða rafmagnsbíl. Munurinn kemur mjög fljótt í ljós þegar skipt er úr bensín bíl yfir í rafbíl. Kostnaðurinn við hlaða rafbíl getur verið breytilegur og fer eftir því hvar hleðsla fer fram. Í flestum tilfellum er hægt að tala um þrjár leiðir til að hlaða rafbíla:

  • Hlaða heima = 3x ódýrara en að hlaða á almennri hleðslustöð
  • Hlaða á hleðslustöðvum í boði fyrirtækja = 0 kr.
  • Hlaða á almennum hleðslustöðvum samkvæmt gjaldi = 3x dýrara en að hlaða heima

 

Hleðslustöðvar fyrir heimili

Það er mjög skynsamlegt að kaupa hleðslustöð fyrir heimilið á sama tíma og fyrsti hlaðanlegi rafbíllinn er keyptur á heimilið eða í fyrirtækið. Það er hins vegar að mörgu að hyggja og nauðsynlegt að kynna sér eiginleika og getu mismunandi hleðslustöðva áður ákvörðun er tekin. Hver kílówattstund kostar um 7,3 kr. þegar þetta er ritað á meðan kílówattstund á almennri hleðslustöð kostar 20 kr. auk 19 króna fyrir hverja mínútu sem rafbíllinn er í hleðslu. Við getum sagt til einföldunar að munurinn er þrefaldur á því að hlaða rafbílinn heima eða á hleðslustöð.

Hleðslustöðvar rafbíla fyrir fyrirtæki

Það færist í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum og jafnvel viðskiptavinum að hlaða án endurgjalds við starfsstöðvar fyrirtækisins. Það er að sjálfsögðu hagstæðasta leiðin til að hlaða en á móti kemur að þú gengur ekki að því vísu að hleðslustöðin sé laus. Enda eru hleðslustöðvarnar líka notaðar fyrir fyrirtækjabíla. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin er svipaður og fyrir heimilin nema í þeim tilfellum sem fyrirtæki hafa náð hagstæðari samningum um kaup á rafmagni sökum þess magns sem keypt er.

Hleðsla á almennum hleðslustöðvum samkvæmt gjaldi

Hleðslustöðvum er að fjölga hratt um allt land. Lengri ferðir eru sífellt að verða auðveldari kostur þar sem dreyfing á hleðslustöðvum er orðin nokkuð góð. En FÍB hefur komið upp mjög góðu yfirlitskorti yfir hleðslustöðvar. Það sem flækir málið hins vegar aðeins er óvissan um hvort hleðslustöðin eða hleðslustöðvarnar eru lausar þegar þú kemur á staðinn. Kostnaðurinn við að hlaða á hleðslustöðum getur verið mjög misjafn og einnig hvernig gjaldskráin er uppbyggð. Sem dæmi þá er gjaldskrá Orku heimilanna þannig að á DC 50kW hleðslustöðvum kostar hver mínúta í hleðslu 19 kr. auk 20 kr. fyrir hverja kílówattstund. Fyrir hleðslu á aflminni AC 22 kW hleðslustöðum eru greiddar 2 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílówattstund

Skoðaðu rafbíla í Sýningarsalnum

Lykill fjármögnun er með Sýningarsal á netinu með nýjum bílum frá öllum helstu bílaumboðum landsins. Þar er möguleiki á að bera saman eiginleika nýrra rafbíla frá ólíkum umboðum.

Skoða nýja rafbíla