Aftur heim
8. des, 2022
Vaxtabreyting

Frá og með deginum í dag, 8. desember 2022, munu óverðtryggðir breytilegir vextir nýrra Lykillána og Lykilsamninga hækka. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í nóvember 2022.

Óverðtryggðir breytilegir vextir á nýjum Lykillánum og Lykilsamningum sem taka gildi í dag, 8. desember 2022, verða því eftirfarandi:

  • Fjármögnunarhlutfall 50% og lægra af kaupverði - 8,75%
  • Fjármögnunarhlutfall >50% til 70% af kaupverði - 9,45%
  • Fjármögnunarhlutfall >70% til 80% af kaupverði - 9,75%
  • Fjármögnunarhlutfall >80% til 90% af kaupverði - 11,15%