Aftur heim
7. sept, 2022
Varðandi skattaívilnun hreinna rafbíla

Fjöldatakmarkanir eru á skattaívilnun hreinna rafbíla, sem mun renna út þegar að 15 þúsund bílar hafa verið skráðir. Skattívilnun þeirra er í dag 1.560.000 krónur, svo fyrsta sex og hálfa milljónin af kaupverðinu ber ekki virðisaukaskatt. Um síðastliðin áramót höfðu verið skráðir ellefu þúsund bílar, og á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa bæst við rúmlega 3.200 bílar. Í óbreyttu lagaumhverfi fer því hver að vera síðastur að kaupa rafbíl á afslætti þegar að rétt tæplega 800 rafbílar eru eftir af kvótanum.