Aftur heim
5. jan, 2023
Gleðilegt nýtt ár - 30% aukning í sölu nýrra fólksbíla 2022

Sala nýrra fólks­bíla í des­em­ber jókst um 17,9% miðað við sama tíma árs í 2021, en alls voru skráðir 1458 nýir fólks­bíl­ar nú en voru 1237 í 2021.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Bíl­greina­sam­band­inu en sam­kvæmt töl­fræði þeirra hef­ur sala árs­ins 2022 auk­ist um 30,5% miðað við sölu nýrra fólks­bíla árið 2021.

Árið 2022 seld­ust alls 16.685 nýir fólks­bíl­ar sam­an­borið við 12.789 nýja fólks­bíla í 2021. 

Tesla vin­sæl­ust í desember

„Hlut­fall raf­magns­bíla er hæst þegar við skoðum heild­ar­sölu eft­ir orku­gjöf­um á ár­inu eða 33,5%,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Í des­em­ber var mest selda teg­und­in Tesla með 321 selda fólks­bíla, þar á eft­ir kem­ur KIA með 131 selda fólks­bíla og þriðja mest selda teg­und­in í des­em­ber var MG með 108 fólks­bíla skráða. 

Yfir árið var Toyota mest selda teg­und­in með 2.752 selda fólks­bíla, KIA þar á eft­ir með 1.775 selda bíla og þriðja mest selda teg­und­in var Hyundai með 1.452 selda fólks­bíla.