Aftur heim
4. okt, 2021
Lykill framkvæmir fyrstu rafrænu þinglýsinguna á Íslandi

Eins og kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands í dag geta fjármálastofnanir nú þinglýst veðskuldabréfum rafrænt við bifreiðakaup en ferlið er hluti af verkefninu Stafræn þjónusta sýslumanna.

Lykill hefur ávallt kappkostað að veita viðskiptavinum sínum skjóta og góða þjónustu og er sífellt að leita leiða til að einfalda og auðvelda ferlið við kaup á draumabílnum.

Rafrænar þinglýsingar eru nýjasta viðbótin og var fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi framkvæmd af Lykli 24. september sl. Í stað þess að þurfa að prenta út pappíra, safna undirskriftum og skila inn til Lykils er nú hægt að þinglýsa skjölum með rafrænum skilríkjum, sem er einfalt, umhverfisvænna og sparar fólki sporin. Til að byrja með eru rafrænar þinglýsingar eingöngu fyrir einstaklinga en á næstu vikum verður fyrirtækjum einnig boðið upp á sömu þjónustu.

„Við höfum ávallt haft það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum okkar skjóta og góða þjónustu. Ferlið við kaup á bílum er sífellt að þróast og skipar tæknin þar stóran sess. Rafræn skilríki gera okkur kleift að einfalda kaupferlið til muna t.d. með rafrænum þinglýsingum. Lykill getur nú boðið sínum viðskiptavinum upp á rafræn viðskipti hvort heldur sem er með Lykillánum eða Lykilsamningum“ segir Herbert S. Arnarson forstöðumaður Lykils fjármögnunar.