Aftur heim
30. mar, 2022
Lykill á Verk og vit sýningunni

Mikill áhugi fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll dagana 24.-27. mars, en alls komu um 25.000 gestir á sýninguna. Um 100 sýnendur tóku þátt að þessu sinni og kynntu vörur sínar og þjónustu. Lykill fjármagnar ýmsar tegundir atvinnutækja á borð við vinnuvélar, atvinnubifreiðar og fólksbifreiðar fyrir fyrirtæki.