Lykill fjármögnun er enn á ný í fararbroddi þegar kemur að vaxtalækkunum – Nú bjóðum við enn hægstæðari kjör

Maí 22, 2019 | Fréttir, Uncategorized

Enn á ný er Lykill í fararbroddi með vaxtalækkanir

Lykill fjármögnun hefur leitt vaxtalækkanir á bílalánum og bílasamningum í gegnum tíðina og gerir það nú enn á ný.

Lykillán og Lykilsamningar eru tengdir Reibor vöxtum (íslenskir millibankavextir) sem stjórnast að mestu af stýrivöxtum Seðlabankans. Því njóta viðskiptavinir Lykils strax góðs af, nú þegar Seðlabankinn lækkar stýrivexti sína. Nú er tækifæri til að nýta fjármagn til góðra verka þar sem vextir hafa lækkað um 0,5%.

Lægstu óverðtryggðu vextir lækka úr 7,70% niður í 7,20%

Vaxtalækkunin tekur strax gildi af nýjum lánum sem og eldri lánum og við höldum því áfram að bjóða lægstu auglýstu vexti á bílalánum og bílasamningum.