Þægi­leg og viðráðan­leg bíla­lán fyrir fyrir­tæki

Lykill býður fyrirtækjum bílalán eða bílasamning bæði fyrir bíla og önnur skráningarskyld tæki.

Allt að 80% lán í sjö ár

Hjá Lykli getur fyrirtækið þitt fengið bílalán fyrir allt að 80% af kaupverði bílsins og lánstíminn getur verið allt að sjö ár.

Enginn kostnaður við að greiða inn á lánið

Þú getur greitt inn á lánið hvenær sem er og greiðir ekkert uppgreiðslugjald. Þannig getur þú auðveldlega lækkað vaxtakostnað.

Ekki bara bílar

Lykill býður ekki bara fjármögnun á bílum heldur líka öðrum ökutækjum á borð við mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, traktora, báta og ferðavagna.

Allt að 80% lán í sjö ár

Með bílaláni á fyrirtæki kost á allt að 80% fjármögnun til allt að sjö ára. Samanlagður aldur bifreiðar og lánstími getur verið að hámarki tólf ár.

Lán fyrir önnur skráningarskyld tæki

Fyrirtæki getur fengið fjármögnun á önnur skráningarskyld tæki fyrir allt að 75% af kaupverði. Lánstími annarra skráningarskyldra tækja getur verið allt að sjö ár en samanlagður aldur og lánstími getur að hámarki verið tólf ár. Önnur skráningarskyld tæki sem hægt er að fjármagna með bílaláni geta verið mótorhjól, fjórhjól, snjósleðar, húsbílar, hjólhýsi og aðrir ferðavagnar.

Bílalán er óverðtryggt

Bílalán er óverðtryggt með breytilegum vöxtum. Það er með jöfnum greiðslum sem þýðir að greiðslubyrðin helst óbreytt ef vextir breytast ekki. Til að lækka vaxtakostnað getur þú greitt inn á lánið hvenær sem er og borgað þannig bílalánið hraðar niður. Það er enginn kostnaður falinn í því að greiða inn á eða greiða upp bílalán.

Lykill brúar bilið og aðstoðar þig við að eignast fyrirtækjabílinn

Flotaleiga

Flotaleiga

Flotaleiga innifelur langtímaleigu á bílum og alla helstu rekstrarþætti. Lykill er eigandi viðkomandi bíla, sér um að þjónustu sé sinnt á leigutímanum og tekur við þeim aftur að leigutíma loknum.

Kaupleiga

Kaupleiga

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á bílum, vélum og tækjum til atvinnurekstrar og kemur virðisaukaskattur til greiðslu við upphaf samnings.