Áreiðanleikakönnun lögaðila

Mikilvægur liður í starfsemi Lykils er að þekkja viðskiptavini, markmið þeirra og aðstæður. Með aukinni þekkingu er auðveldara að uppfylla þarfir viðskiptavina og vernda gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu Lykils.

Lykill fjármögnun sem er hluti af Kviku banka hf., er auk þess skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir tilteknum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir. Þessar upplýsingar skipta máli í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eru því stór þáttur í samfélagsábyrgð bankans.

Rafræn áreiðanleikakönnun

Rafrænni áreiðanleikakönnun er svarað af stjórnarmanni eða prókúruhafa lögaðila og er aðeins aðgengileg fyrir einkahlutafélög og hlutafélög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá ríkisskattsstjóra og hafa gengið frá skráningu á endanlegum eigendum. Í könnuninni er m.a. óskað eftir neðangreindum upplýsingum:

  • Endanlegir eigendur
  • Stjórnarmenn og prókúruhafar
  • Heimilisfang stjórnarmanna og prókúruhafa
  • Tengiliðaupplýsingar
  • Skattalegt heimilisfesti viðkomandi lögaðila og eigenda