Fjármögnun til einstaklinga og fyrirtækja

Lán fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Lykill veitir fjölbreytt lán fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við hjá Lykli leggjum áherslu á að bjóða fjármögnun sem er sniðin að þörfum hvers og eins.Kynntu þér fjármögnunarleiðir hér fyrir neðan. Ef þig vantar aðstoð sendu okkur þá tölvupóst á lykill@lykill.is eða hringdu í síma 540-1700.

Fjármögnunarleiðir fyrir einstaklinga

Lán til einstaklinga

Að taka lán fyrir einstaklinga er ákvörðun sem þarf að íhuga vel og velja hentugustu fjármögnunarleiðina. Lykill býður þrjár megin fjármögnunarleiðir til einstaklinga:

Lykillán er einfalt og þægilegt skuldabréfaform fyrir fjármögnun á bíl eða skráningarskyldum tækjum.

Lykilleiga er þægilegur valkostur til að leigja bíl í stað þess að kaupa og þannig lágmarka bæði kostnað og áhættu við að reka bíl.

Lykilsamningur er hefðbundinn bílasamningur þar sem Lykill er skráður eigandi tækisins en kaupandi umráðamaður. Að samningstíma loknum eignast kaupandi tækið.

Fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki

Lán til fyrirtækja

Lykill býður fyrirtækjum fjölbreyttar fjármögnunarleiðir sem eru sniðnar að mismunandi þörfum. Fjármögnunarleiðum fyrirtækja og rekstraraðila er skipt niður í sex flokka:

Flotaleiga bíla færist stöðugt í aukanna vegna þæginda og rekstraröryggis. Lykill er eigandi viðkomandi bíla, sér um að þjónustu sé sinnt á leigutímanum og tekur við þeim aftur að leigutíma loknum.

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnureksturs, sérstaklega í þeim tilfellum þegar ekki er um skattskylda notkun að ræða.

Fjármögnunarleiga hentar til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar, en þó best þeim sem geta nýtt sér gjaldfærslu á leigugreiðslum.

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á flestum vélum og tækjum til atvinnureksturs, sérstaklega í þeim tilfellum þegar ekki er um skattskylda notkun að ræða.

Rekstrarleiga hentar fyrirtækjum og rekstraraðilum vel við fjármögnun atvinnubíla og tækja. Rekstrarleigusamningar geta verið í 12-60 mánuði, eftir eðli leigumunar, og ýmist innifalið alla helstu þjónustuþætti eða verið án þeirra.

Lykillán er einfalt og þægilegt skuldabréfaform fyrir fyrirtæki vegna fjármögnunar á bíl eða skráningarskyldum tækjum.

Lykilsamningur er hefðbundinn bílasamningur fyrir fyrirtæki þar sem Lykill er skráður eigandi tækisins en kaupandi umráðamaður. Að samningstíma loknum eignast kaupandi tækið.

Lykill veitir fjölbreytt lán

Lykill veitir fjölbreytt lán til einstaklinga og fyrirtækja fyrir kaup á bílum, ferðavögnum, húsbílum, snjósleðum, fjórhjólum, mótorhjólum, vinnuvélum, fólksflutningabílum svo eitthvað sé nefnt. Ef þú vilt kynna þér fjármögnunarleiðir og hvað er hægt að fjármagna hafðu þá samband í síma 540-1700 eða sendu okkur fyrirspurn á lykill@lykill.is