Þú veist hvað þig vantar – Við fjármögnum

Fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki

Fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki og rekstraraðila

Fyrirtækjafjármögnun – Lykill býður fyrirtækjum fjölbreyttar fjármögnunarleiðir sem eru sniðnar að mismunandi þörfum. Lykill fjármagnar ýmsar tegundir atvinnutækja, atvinnubifreiðar og fólksbifreiðar fyrir fyrirtæki. Í boði eru sex mismunandi fjármögnunarleiðir með mismunandi eiginleika.

Fjármögnunarhlutfall og lengd samningstíma

Lengd samningstíma er háð viðkomandi leigumun en algengur samningstími er 60 mánuðir. Við bjóðum allt að 80% fjármögnun af kaupverði og möguleiki er á samningum hvort heldur er í íslenskum krónum eða erlendum myntum. Í Flotaleigu eru allir bílar fjármagnaðir 100% en mögulega er farið fram á að greitt sé tryggingafé í upphafi samnings sem samsvarar allt að þriggja mánaða leigu.

Sveigjanlegar greiðslur

Hægt er að stilla greiðslum upp í samræmi við tekjustreymi í þínum rekstri. Þannig er t.d. hægt að hafa greiðslur hærri á þeim árstíðum sem tekjur eru háar, en lægri þegar tekjur dragast saman.

Skattalegt hagræði

Í mörgum tilfellum er hægt að ná fram frestun á skattgreiðslum með eignaleigusamningum, til dæmis ef samningar eru til skemmri tíma en sem nemur leyfilegum afskriftartíma til skatts.

Þú veist hvað þig vantar – Við fjármögnum

Fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki

Fjármögnunarleiðir fyrirtækja og rekstraraðila skiptast í sex flokka.

Fyrirtækjafjármögnun og fjármögnunarleiðir fyrir rekstraraðila

Flotaleiga bíla er vel þekkt þjónusta erlendis og fer stöðugt vaxandi hér á Íslandi. Flotaleiga innifelur leigu á bílum og alla helstu rekstrarþætti. Lykill er eigandi viðkomandi bíla og sér um að þjónustu sé sinnt á leigutímanum og tekur við þeim aftur að leigutíma loknum.

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnureksturs, sérsteklega í þeim tilfellum þegar ekki er um skattskylda notkun að ræða. Einnig þegar þú vilt nýta þér heilsársafskrift í lok árs. Virðisaukaskattur er greiddur að fullu í upphafi samnings. Greiðslur geta verið sveigjanlegar og ýmist verið í íslenskum krónum eða erlendri mynt.

Fjármögnunarleiga hentar til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar, en þó best þeim sem vilja nýta sér hraðari gjaldfærslu á leigugreiðslum. Virðisaukaskattur leggst við hverja leigugreiðslu. Greiðslur geta verið sveigjanlegar og ýmist verið í íslenskum krónum eða erlendri mynt.

Rekstrarleiga hentar fyrirtækjum og rekstraraðilum vel við fjármögnun atvinnubíla og atvinnutækja. Rekstrarleigusamningar geta verið í 12-60 mánuði, eftir eðli leigumunar, og ýmist innifalið alla helstu þjónustuþætti eða verið án þeirra.

Lykillán er einfalt og þægilegt skuldabréfaform fyrir fyrirtæki vegna fjármögnunar á bíl eða skráningarskyldum tækjum.

Lykilsamningur er hefðbundinn bílasamningur fyrir fyrirtæki þar sem Lykill er skráður eigandi tækisins en kaupandi umráðamaður. Að samningstíma loknum eignast kaupandi tækið.

Allar frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar Lykils í síma 540 1700 og á skrifstofu okkar að Síðumúla 24.