Vertu með bílinn kláran fyrir vetrarakstur

Nokkur góð ráð fyrir akstur yfir vetrartímann

Nú þegar styttist í hátíðarnar er gott að fara yfir nokkur mikilvæg atriði sem geta bjargað okkur frá vandræðum með bílinn. Við yfir atriði sem gott er að hafa í huga ef þú verður á ferðinni yfir hátíðarnar eða almennt í vetur.

Gættu að rafmagnsrúðunum

Í miklu frosti og sérstaklega þegar það frýs eftir blautt tímabil verið hefur í desember á Höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt að reyna ekki að opna rafmagnsrúður nema við séum alveg viss um að þær séu ekki frosnar fastar. Að öðrum kosti getur þú skemmt mótor og eða upphalara. Það er gott ráð að spreyja silicon í raufarnar sem rúðan rennur eftir og einnig þar sem rúðan gengur upp í hurðarkarminn.

Ekki láta bílhurðirnar frjósa fastar

Við höfum líklega öll lent í því að bílhurð sé frosinn og sama hvað við togum þá er allt fast eða minnsta kosti mjög erfitt að opna. Ef við náum að rífa upp hurðina þrátt fyrir að hún sé frosin þá eigum við á hættu að skemma þéttilista í kringum hurðina. Ráðið gegn þessu er að spreyja silicon á þéttilistanna. Passaðu að hafa spjald eða dagblað við hliðina á listanum sem kemur í veg fyrir að þú úðir siliconinu inn í bílinn yfir sæti og innréttingu.

Hrein dekk grípa betur í snjó

Ef þú ert að fara í lengri ferðir í snjó eða ef mikill snjór myndast í Höfuðborginni þá skaltu þrífa dekkinn með dekkjahreinsi. Mjög einfallt að stoppa á góðum stað, úða á öll dekkin, aka örlítið lengra þannig að dekkin snúist hálfhring og úða aftur, láta efnið renna aðeins niður dekkin og aka rólega af stað. Hrein dekk grípa betur.

Vertu með réttann loftþrysting í dekkjunum.

Gættu þess að vera með réttan loftþrysting í dekkjunum hvort sem er um vetur eða sumar. Ef þú lendir í þungri færð þá getur verið gott að hleypa loftþrystingi niður þannig að dekkin fletjist meira út og ná meira gripi. En gættu að þér að þegar það kemur auður kafli þá getur minni loftþrystingur dregið úr aksturseiginleikum á hörðu yfirborði vega.

Rúðuvökvi má ekki vera gamall

Gættu þessu að hafa rúðuvökva nýlegan, ef rúðuvökvi hefur staðið lengi á bílnum þá hefur ethanol innihaldið minnkað verulega og þar með frostþolið minnkað eða horfið. Það er tvennt sem getur þá gerst, þegar rúðuvökva er sprautað á framrúðuna í miklum kulda þá getur hann frosið um leið og hann kemur á kalda rúðuna og svo í verulegum kulda þá getur rúðuvökvinn frosið á bílnum og sprengt kúta og leiðslur. Gættu þess líka að hafa góða sköfu í bílnum.

Láttu mæla hleðsluna á rafgeyminum

Algengur endingartími rafgeyma er um 3 til 4 ár jafnvel 6 til 7 ár. Ending fer hins vegar mikið eftir hvernig rafgeymar eru hlaðnir. Yfir vetrar tímann þegar eknar eru styttri vegalengdir í miklum k.ulda með mistöðina og sætishitara í botni þá er geymirinn ekki að fá góða hleðslu og líftími styttist. Láttu mæla rafgeymirinn fyrr en síðar. Það tekur enga stund en getur breytt svo miklu. Svo er alltaf gott að vera með startkappla í bílnum eiginlega skylda, sérstaklega yfir vetrartímann. Þú getur líka valið að vera með hleðslutæki sem auðvelt er að tengja við rafgeymir og gefa start.

Láttu mæla frostþolið á vatnskassanum

Ef frostlögur á vatnskassa er ekki nægjanlegur eða orðinn gamall þá getur kælivatnið frosið og sprengt vatnskassan. Slíkar frostskemmdir geta orðið mjög dýrar. Þú getur rennt við á næstu bensínstöð sem býður upp á þjónustu og beðið starfsmenn um aðstoð.

Vertu með hlý föt í bílnum

Ef þú ert að fara út á land þá er það skylda að vera með hlý föt, húfur og vettlinga í bílnum fyrir alla og helst smá nesti. Við vitum aldrei hvað getur gerst á leiðinni. Þó líkurnar séu litlar þá kemur það þó fyrir á Höfuðborgarsvæðinu að færð spillist verulega og við getum setið föst í bílunum okkar. Þá er gott að hafa hlý föt, húfu og vettlinga við höndina.

Hafðu útsýnið í lagi og hafðu tryggðu gott veggrip

Lykill vill stuðla að góðri ferð og gefur nokkrum heppnum vinningshöfum Ef þig vantar rúðvökva og dekkjahreinsir, sendu okkur þá línu og vertu vinur okkar á Facebook og þú gætir orðið heppinn og fengið vetrarpakka frá Lykli og Sýningarsalnum.

Ef það er von á miklum snjó

Ef þú átt von á miklum snjó á leið þinni þá skaltu hafa tvær mottur klárar í skottinu ásamt góðri skóflu. Ef þú festir þig þá er hægt að moka frá bílnum og setja mottur framan við dekkinn með drifi og þannig getur þú náð gripi til að komast af stað. Aktu þangað sem þú ert laus úr snjónum og sæktu motturnar. Einnig er gott að vera með sandpoka í skottinu til að henda undir dekkin ef þau eru að spóla á klaka.

Njóttu þess að ferðast – góða ferð.