Vissir þú að ef þú ekur með lítið bensín eða dieselolíu á tankinum þá getur þú skemmt eldsneytisdæluna í bílnum?

ALDREI AKA MEÐ MINNA EN ¼ AF ELDSNEYTI Á TANKINUM

Ástæður þess að fólk ekur með lítið eldsneyti á tankinum geta verið margvíslegar og röð atvika leitt valdið þeirri stöðu. Eldsneytisverð er ein ástæða sem margir nefna og aðrir nefna tímaskort og enn aðrir hugsa lítið út í stöðuna og bíða eftir að ljósið kvikni til að láta minna sig á að taka eldsneyti.

Hver sem ástæðan er þá getur það orðið mjög dýrt að aka með bensínljósið sífellt logandi. Ef of lítið eldsneyti á tankinum þá er líklegt að eldsneytið velti til og frá í tankinum með þeim afleiðingum að dælan grípur loft en ekki eldsneyti. Eldsneytið virkar sem kæling á dæluna og ef hún hitnar þá getur hún bilað eða eyðilagst. Það getur því orðið mun dýrar en þú heldur að taka sjaldan bensín.

Svo er sumir sem ganga enn lengra og verða eldsneytislausir og þá bætast við enn fleiri áhættuþættir sem geta leitt til aukins viðgerðarkostnaðar. Eitt af því sem getur bilað ef bíll verður bensínlaus eru hvarfakútar samkvæmt YourMechanic.com. Í ákveðnum bílum getur ýmis búnaður eins og loftpúðar hætt að virka ef bíllinn verður bensínlaus.

 

Við mælum því eindregið með því að þú fylgist vel með mælinum og takir eldsneyti reglulega.
ALREI FARA NIÐUR FYRIR ¼ NEMA Í NEYÐ.

 

Meira um eldsneyti

Yfir vetrartímann getur fennt inn undir bensínlokið og þegar taka á eldsneyti er hætta á að smá snjór falli ofan í eldsneytistankinn. Þetta getur ýtt undir rakamyndun í eldsneytistanki og valdið gangtruflunum í bílum. Passaðu að hreinsa snjó vel frá bensínlokinu og allt í kring áður en þú opnar tankinn og byrjar að dæla.