Þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér Lykilleigu

Lykill fjármögnun hefur verið leiðandi í góðum kjörum við fjármögnun og langtímaleigu bíla. En aukning þeirra sem velja að leigja bíla til lengri tíma er stöðug bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Að reikna dæmið til enda er mikilvægt

Fyrstu viðbrögð hjá fólki þegar það sér mánaðarlega leigugreiðslu eru oft „vá hvað þetta er há upphæð“. Þegar fólk hins vegar gefur sér tíma til að setjast niður og reikna til enda kostnað við eigin bíl eða þann sem það hefur áhuga á að kaupa þá rennur upp fyrir fólki hversu mikið það kostar að reka bíl hér á Íslandi. Ef fólk ætlar að vera á sama bíl í lengri tíma þá getur verið heppilegri kostur að kaupa bíl og fá hagkvæma fjármögnun á því sem uppá gæti vantað. En það er mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun þegar endurnýja á bíl.

Það sem fólk gleymir yfirleitt að taka með í reikninginn eru árleg afföll á verðmæti bíla og fjármagnskostnaður þess sem bundið er í bílnum. Annar stór þáttur sem getur verið erfitt að meta er söluferli á notuðum bíl. Yfirleitt þurfa bílar að standa á bílasölu til að þeir seljist og þá er spurning hversu lengi hann þarf að standa. Þann tíma sem hann stendur þarf að borga öll gjöld, mæta afborgunum þegar það á við og áframhaldandi afföllum ásamt greiðslu á sölulaunum. Þessir liðir eru yfirleitt það sem fólk tekur ekki með í reikninginn.

Það sem er innifalið í fastri mánaðarlegri greiðslu í Lykilleigu

 • Tryggingar
 • Bifreiðagjöld (ef við á)
 • Þjónustuskoðanir
 • Smurþjónusta
 • Dekkjaþjónusta – sumar og vetrardekk eða heilsársdekk
 • Dekkjahótel þegar við á
 • Afsláttur og aðgengi að viðbótarþjónustu s.s. eldsneyti, þrifum o.s.fr.v

Af hverju er svona hagkvæmt að taka bíl á Lykilleigu

Að reka einn bíl er dýrara en að reka marga bíla. Lykill nýtur bestu kjara við kaup á ökutækjum og þjónustu við þau vegna þess mikla magns sem félagið kaupir. Viðskiptavinir í Lykilleigu njóta þessara kjara og þess vegna getur verið ódýrara að leigja en að kaupa.

Reiknaðu kostnaðinn við bílinn þinn hér.

Hér er hlekkur á reiknivélar hjá FÍB þar sem þú getur reiknað út og gert samanburð á milli bíla.

Það sem þú þarft að greiða aukalega fyrir eða sjá um er:

 • Eldsneyti / rafmagn
 • Rúðuvökvi
 • Þrif
 • Halda réttum loftþrýstingi í dekkjum

 

Lykill lætur skipta um rúðuþurrkur og ljósaperur þegar það er kominn tími til þess. Ef slit á rúðuþurrkum eða öðrum hlutum er rakið til meðferðar sem ekki telst eðlileg þá getur kostnaðurinn fallið á leigutaka. Hér getur þú kynnt þér hvað telst vera eðlilegt slit og hvað ekki.

Öllu jafnan er það eina sem þú þarft að bæta við fastar leigugreiðslur á mánuði er eldsneyti, rúðuvökvi og sjá um þrif. Ef bíllinn fær eðlilega meðferð og umhirðu og slit verður eins og við er að búast þá er enginn aukakostnaður.

Tryggingafé og tryggingar

Það getur hent okkur öll að verða fyrir óhappi og skemmt bíl hvort sem það er af okkar völdum eða annarra. Ef þú lendir í árekstri þar sem þú ert ekki í fullum rétti þá kemur til eigin sjálfsáhætta í tjóninu sem er um 150 þ. fyrir fólksbíla en um 250 þ. fyrir sendibíla.

Þú getur valið hvaða nýja bíl sem er

Þú getur tekið hvaða nýja bíl sem er hjá öllum helstu bílaumboðum landsins og tekið hann á Lykilleigu að uppfylltum umsóknarskilyrðum. Smelltu á hnappinn og finndu draumabílinn.