Stjónarhættir

Lykill fjármögnun

Stjórnarhættir

Starfsemi Lykils lýtur ýmsum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, en til viðbótar hefur félagið mótað stefnur og sett sér reglur til að geta innt hlutverk sitt sem best af hendi.  Sjá má hvaða reglur gilda um lánafyrirtæki á vef Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn félagsins er skipuð vel menntuðum einstaklingum með breiðan bakgrunn. Stjórn mótar stefnu félagsins, helstu reglur og veitir dagslegum stjórnendum uppbyggilegt aðhald. Áhersla er lögð á að félagið hafi trausta innri ferla og að þættir eins og áhættustýring og innri endurskoðun séu virkir. Upplýsingar um stjórn, Endurskoðunar- og áhættunefnd og framkvæmdarstjóra má finna í ársreikningum félagsins, en þar er einnig að finna upplýsingar um fyrirkomulag áhættustýringar og innri endurskoðunar.

Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð hefur unnið, í samstarfi við Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins, leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Markmið leiðbeininganna er að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu hagsmunaðila fyrirtækja. Nánar

Stjórnarháttayfirlýsing

Starfsemi Lykils lýtur ýmsum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, en til viðbótar hefur félagið mótað stefnur og sett sér reglur til að geta innt hlutverk sitt sem best af hendi.  Sjá má hvaða reglur gilda um lánafyrirtæki á vef Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn félagsins er skipuð vel menntuðum einstaklingum með breiðan bakgrunn. Stjórn mótar stefnu félagsins, helstu reglur og veitir dagslegum stjórnendum uppbyggilegt aðhald. Áhersla er lögð á að félagið hafi trausta innri ferla og að þættir eins og áhættustýring og innri endurskoðun séu virkir. Upplýsingar um stjórn, Endurskoðunar- og áhættunefnd og framkvæmdarstjóra má finna í ársreikningum félagsins, en þar er einnig að finna upplýsingar um fyrirkomulag áhættustýringar og innri endurskoðunar.
Stjórn Lykils hefur sett sér eftirfarandi stefnu varðandi stjórnhætti:

•  Lykill fylgir leiðbeiningum útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins í maí 2015.
•  Í samræmi við meginreglu leiðbeininganna um „fylgið eða skýrið (e. comply or explain)“, mun Lykill fjármögnun, ef við á, upplýsa um frávik frá ákvæðum leiðbeininganna og útskýra ástæður þess.
•  Lykill gerir grein fyrir stjórnháttum sínum með því að birta yfirlýsingu þessa á vefsíðu fyrirtækisins.

Í ofangreindum leiðbeiningum um stjórnhætti kemur fram að ekki þarf að hlíta þeim í einu og öllu, en þá er ætlast til að gerð sé grein fyrir frávikum og ástæðum þeirra, „fylgið eða skýrið“. Í starfsemi Lykils er vikið frá eftirfarandi ákvæðum leiðbeininganna:

•  Aðalfundur félagsins er ekki auglýstur á vefsíðu félagsins þegar tímasetning hefur verið ákveðin (grein 1.1.). Ástæðan er sú að regla þessi er lítt hagkvæm fyrir lítið fyrirtæki með tvo nátengda hluthafa.
•  Félagið stefnir ekki sérstaklega að því að a.m.k. tveir stjórnarmenn séu óháðir hluthafa félagsins (grein 2.3). Ástæðan er sú að hluthafar félagsins vilja nýta lögbundið svigrúm til að skipa það fólk hverju sinni í stjórn félagsins sem þeir telja hæfast.  Á reikningsárinu 2017 voru engu að síður tveir stjórnarmenn óháðir stórum hluthöfum.
•  Í lögum sem um félagið gilda og í ýmsum verklagsreglum félagsins eru ákvæði sem ætlað er að tryggja gott siðferði og  samfélagslega ábyrgð. Ekki hafa hins vegar verið settar sérstakar skriflegar reglur eingöngu um þetta efni (grein 2.9).
Stjórnarháttayfirlýsing félagsins og upplýsingagjöf á vefsíðu er takmarkaðri en fram kemur í leiðbeiningunum í greinum 6.1 og  6.2. Ástæðan er sú að félagið er lítið og sinnir afmarkaðri starfsemi og telur að birting sumra atriða andstæð samkeppni- og  viðskiptahagsmunum eða persónuvernd. Einnig eru sumar upplýsingar auðveldlega aðgengilegar annars staðar fyrir þá sem  áhuga hafa.