Stjórn og stjórnendur

Stjórn

Sigurður Viðarsson, formaður stjórnar
Óskar Baldvin Hauksson
Markús Hörður Árnason
Örvar Kærnested
Kristín Friðgeirsdóttir

Stjórnendur Lykils

Árni Huldar Sveinbjörnsson

Sviðsstjóri Viðskiptasviðs
arni(hja)lykill.is

Lögfræðingur frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2007. Árni hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hann starfaði sem lögfræðingur á lánasviði Fjármálaeftirlitsins frá 2006 til 2010. Lögfræðingur framkvæmdastjórnar og stjórnar Íslandsbanka 2010-2013, ásamt því að sitja í stjórn Borgunar hf.

Árni var yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar frá árinu 2013-2020 ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn félagsins.

Guðrún Jónsdóttir

Forstöðumaður áhættustýringar
gudrun(hjá)lykill.is

Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2003 og MS í fjárfestingastjórnun (MSIM) frá sama skóla 2006. Einnig phil.cand. í sagnfræði frá Göteborgs Universitet 1982. Guðrún starfaði við rekstur fyrirtækja, bókhald og uppgjör fram til ársins 2003, m.a. Lyfjabúðir ehf. og Síf hf. Guðrún starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2006-2011, fyrstu tvö árin sem sérfræðingur á lánasviði og síðan framkvæmdastjóri verðbréfasviðs frá 2008. Guðrún hóf störf hjá Lýsingu í febrúar 2013.

Herbert S. Arnarson

Yfirmaður lánastýringar
herbert(hjá)lykill.is

MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í íþróttafræðum frá Kentucky Wesleyan College. Herbert var forstöðumaður hjá Lykli þegar hann var í eigu MP banka. Þar á undan var Herbert forstöðumaður innheimtu- og útlánasviðs SP-Fjármögnunar eftir að hafa verið ráðgjafi, sölustjóri og forstöðumaður atvinnutækjafjármögnunar. Herbert hefur starfað við eignaleigu síðan árið 2003.

Ólöf Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lykill fjármögnun

Ólöf Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri
olof(hjá)lykill.is

Ólöf er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaranám í aðgerðarfræðum frá London School of Economics 2005. Ólöf hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Kaupþings banka og Auðar Capital. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Áhættustýringar og Upplýsingatæknideildar Virðingar frá árinu 2011 og tók við sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Virðingar 2014. Ólöf var forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar Kviku banka 2017 og tók síðar við sem forstöðumaður fjártækni og forstöðumaður Auðar (sem er fjármálaþjónusta á netinu er býður upp á innlánsreikninga) hjá Kviku banka 2019.

Stefnir Stefnisson

Sviðsstjóri rekstrarsviðs
stefnir(hjá)lykill.is

Hagfræðingur frá Háskóla Íslands 2008. Stefnir hefur starfað hjá Lýsingu frá árinu 2008, fyrst sem ráðgjafi á einstaklingsviði auk fjölda tilfallandi starfa en síðar sem greinandi á fjármálasviði. Sumarið 2011 tók Stefnir við starfi verkefnastjóra á skrifstofu forstjóra sem var síðar breytt í stöðu forstöðumanns greininga en í dag gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra upplýsinga- og rekstrarsviðs .