Stjórn og stjórnendur
Stjórn
Sigurður Viðarsson, formaður stjórnar
Örvar Kærnested
Kristín Friðgeirsdóttir
Andri Þór Guðmundsson
Einar Örn Ólafsson
Helga Kristín Auðunsdóttir
Stjórnendur Lykils

Ólöf Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
olof(hjá)lykill.is
Ólöf er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaranám í aðgerðarfræðum frá London School of Economics 2005. Ólöf hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Kaupþings banka og Auðar Capital. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Áhættustýringar og Upplýsingatæknideildar Virðingar frá árinu 2011 og tók við sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Virðingar 2014. Ólöf var forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar Kviku banka 2017 og tók síðar við sem forstöðumaður fjártækni og forstöðumaður Auðar (sem er fjármálaþjónusta á netinu er býður upp á innlánsreikninga) hjá Kviku banka 2019.

Brynjar Harðarson
Áhættustýring
brynjarh(hjá)lykill.is
Brynjar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaranámi í fjármálum frá Háskólanum í Lundi. Brynjar var sérfræðingur á bankasviði hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2008 en hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu Lykils sumarið 2019. Brynjar hefur verið forstöðumaður áhættustýringar síðan vorið 2020.

Herbert S. Arnarson
Viðskiptasvið
herbert(hjá)lykill.is
MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í íþróttafræðum frá Kentucky Wesleyan College. Herbert var forstöðumaður hjá Lykli þegar hann var í eigu MP banka. Þar á undan var Herbert forstöðumaður innheimtu- og útlánasviðs SP-Fjármögnunar eftir að hafa verið ráðgjafi, sölustjóri og forstöðumaður atvinnutækjafjármögnunar. Herbert hefur starfað við eignaleigu síðan árið 2003.

Páll Ammendrup Ólafsson
Stefnumótun og Rekstur
pallao(hjá)lykill.is
Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið meistaranámi í fjármálum frá Imperial College London. Páll hefur starfað hjá fjármálafyrirtækjum frá 2007. Árin 2016-2020 var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá TM og starfaði áður hjá Kviku banka hf. við fyrirtækjaráðgjöf og á fyrirtækjasviði og þar áður hjá slitastjórn Kaupþings við lausafjár- og eignastýringu. Hann hefur auk þess verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík og Opna Háskólann um árabil. Páll hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er vottaður vátryggingafræðingur. Páll tók við núverandi stöðu í júní 2020.