Stjórn og stjórnendur

Stjórn

Sigurður Viðarsson, formaður stjórnar
Örvar Kærnested
Kristín Friðgeirsdóttir
Andri Þór Guðmundsson
Einar Örn Ólafsson
Helga Kristín Auðunsdóttir

Stjórnendur Lykils

Ólöf Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lykill fjármögnun

Ólöf Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri
olof(hjá)lykill.is

Ólöf er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaranám í aðgerðarfræðum frá London School of Economics 2005. Ólöf hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Kaupþings banka og Auðar Capital. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Áhættustýringar og Upplýsingatæknideildar Virðingar frá árinu 2011 og tók við sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Virðingar 2014. Ólöf var forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar Kviku banka 2017 og tók síðar við sem forstöðumaður fjártækni og forstöðumaður Auðar (sem er fjármálaþjónusta á netinu er býður upp á innlánsreikninga) hjá Kviku banka 2019.

Brynjar Harðarson

Áhættustýring
brynjarh(hjá)lykill.is

Brynjar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaranámi í fjármálum frá Háskólanum í Lundi. Brynjar var sérfræðingur á bankasviði hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2008 en hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu Lykils sumarið 2019. Brynjar hefur verið forstöðumaður áhættustýringar síðan vorið 2020.

 

Herbert S. Arnarson

Viðskiptasvið
herbert(hjá)lykill.is

MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í íþróttafræðum frá Kentucky Wesleyan College. Herbert var forstöðumaður hjá Lykli þegar hann var í eigu MP banka. Þar á undan var Herbert forstöðumaður innheimtu- og útlánasviðs SP-Fjármögnunar eftir að hafa verið ráðgjafi, sölustjóri og forstöðumaður atvinnutækjafjármögnunar. Herbert hefur starfað við eignaleigu síðan árið 2003.

Páll Ammendrup Ólafsson

Stefnumótun og Rekstur
pallao(hjá)lykill.is

Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið meistaranámi í fjármálum frá Imperial College London. Páll hefur starfað hjá fjármálafyrirtækjum frá 2007. Árin 2016-2020 var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá TM og starfaði áður hjá Kviku banka hf. við fyrirtækjaráðgjöf og á fyrirtækjasviði og þar áður hjá slitastjórn Kaupþings við lausafjár- og eignastýringu. Hann hefur auk þess verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík og Opna Háskólann um árabil. Páll hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er vottaður vátryggingafræðingur. Páll tók við núverandi stöðu í júní 2020.