Reglur

Lykill fjármögnun

Reglur

Reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Lykill fjármögnun hf. hefur sett sér innri reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með hliðsjón af lögum þar um og stjórnvaldsreglum. Þá hefur Lykill einnig sett sér innri reglur um upplýsingaöflun og áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum á sama grundvelli. Markmið reglnanna er að leitast við að hindra að rekstur og starfsemi Lykils verði notuð til að peningaþvættis eða til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi.

Fjármálafyrirtækjum ber að afla upplýsinga um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða stofna til samningssambands við viðskiptamann fyrr en áreiðanleikakönnun hefur farið fram og deili hans þannig staðfest. Í reglunum kemur fram að afla skuli upplýsinga um nafn, kennitölu, lögheimili og dvalarstað ef annar en lögheimili. Þá skal viðskiptavinur sanna á sér deili með framvísun gildra og viðurkenndra persónuskilríkja, s.s. vegabréfi, ökuskírteini, nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá Íslands eða rafrænu skilríki sem inniheldur fullgild rafræn vottorð sbr. lög um rafrænar undirskriftir. Taka skal afrit af skilríkjunum þegar það á við. Greiðslukort teljast ekki gild persónuskilríki. Frekari upplýsinga er aflað um lögaðila, s.s. um prókúruhafa, framkvæmdastjóra og stjórnarmenn. Þá er upplýsinga aflað um eðli og tilgang hins fyrirhugaða viðskiptasambands og hvort viðskiptin fari fram í þágu þriðja aðila.

Viðskiptavinum Lykils til hagræðis eru eyðublöð vegna áreiðanleikakönnunar aðgengileg hér.

Reglur um viðskipti starfsmanna við Lykil
Persónuverndarstefna – Reglur um upplýsingar um viðskiptavini
Persónuverndarstefna – Reglur um upplýsingar um starfsmenn og starfsumsækjendur
Reglur um tilgreiningu og hæfi lykilstarfsmanna
Reglur og stefna um meðhöndlun kvartana
Starfskjarastefna Lykils