Starfsemin

Lykill fjármögnun

Lykill fjármögnun hf. er í fararbroddi fyrirtækja á sviði fjármögnunar á atvinnutækjum og bifreiðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Félagið kappkostar við að veita góða og skjóta þjónustu með hag viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Stefnt er að langtíma viðskiptasamböndum sem byggja á gagnkvæmu trausti. Mörg fyrirtækja, sem hófu viðskipti við Lykil fjármögnun hf. á fyrstu starfsárum félagsins, eru enn í viðskiptum og hafa vaxið úr smáfyrirtækjum í stór og öflug fyrirtæki á landsvísu.

Félagið var stofnað árið 1986 og hefur starfað óslitið síðan. Starfsmenn voru upphaflega fjórir en eru nú um 33 talsins.

Lykill fjármögnun hf. er í 100% eigu Klakka ehf. kt. 610601-2350.

Félagið hefur starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 161/2002.

Lykill fjármögnun hf.
Ármúla 1
108 Reykjavík
Sími: 540-1700
Fax: 540-1705
Kt. 621101-2420
Vsk.nr. 72826.

Ársreikningar
Ársreikninga Lykils fjármögnunar hf. er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins, Ármúla 1.