Hvað kostar það að skipta um bíl? Borgar það sig? Það getur oft verið erfitt að gera upp hug sinn um hvort kominn sé tími á að endurnýja fjölskyldubílinn og þá einkum hvaða áhrif það hefur á fjárhaginn. Hér eru nokkur atriði sem gott getur verið að taka tillit til. 

Eins og manni getur nú þótt vænt um fjölskyldubílinn, þá geta fæst slík farartæki fylgt manni alla tíð. Og oft kemur hreinlega að þeim tímapunkti að maður fer að íhuga hvort rétt sé eða kominn tími á að skipta þeim gamla og góða út fyrir nýrri bíl. Allar slíkar ákvarðanir er þó best að taka í engum flýti og ganga hægt um gleðinnar dyr. Það kostar að eiga og reka bíl og maður þarf að taka tillit til ýmissa þátta og atriða.

Eyðsla og viðhald

Eitt af því sem skiptir máli, og vegur jafnvel býsna þungt, þegar ákvörðun er tekin um að skipta um bíl er kostnaður við að reka bíl. Tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum og eyða nýir bílar í dag þó nokkru minna en 7-10 ára gamlir bílar. Þannig getur það gamall amerískur jeppi eða jepplingur hæglega verið að eyða 15-18 lítrum í innanbæjarakstri á meðan nýr bíll af svipaðri stærð getur verið að eyða 7-9 lítrum í svipuðum akstri. Með því uppfæra þann gamla væri hægt að spara 25%-40% í eldsneytiskostnaði og jafnvel meira ef um að ræða hybrid eða rafbíl. Þú getur með einföldum hætti borið saman eldsneytis kostnað á nýja bílnum sem þú finnur í Sýningarsalnum á móti eyðslunni á þeim gamla með þessari eldsneytisreiknivél.

Við þurfum að halda öllum bílum við og hvort sem um smurningu, dekkjaskipti eða hreinar og klárar viðgerðir er að ræða, þá kostar þetta viðhald og við þurfum að taka það með í reikninginn. Vissulega má til sanns vegar færa að viðhald getur verið mismikið milli ára en við getum þó ekki horft framhjá því. Jafnvel þegar við erum að kaupa nýjan bíl, þá þurfum að gera ráð fyrir því að halda þurfi bílnum við. Þó vissulega séu minni líkur á kostnaðarsömum viðgerðum, þá geta þær engu að síður komið fyrir.

Eldri bílar hins vegar þurfa alla jafna meira viðhald en nýir. Það eru ákveðnir slitfletir sem þarf að láta skoða reglulega, t.d. bremsubúnaður, og eins þurfa allir bílar eftir ákveðið mikinn akstur á þjónustu og endurnýjun að halda, t.a.m. kerti, hjólalegur og kælibúnaður bílsins.

Lán, tryggingar og annar kostnaður

Eyðsla og viðhald bíls er eitt, en það getur einnig verið margskonar annar kostnaður sem þarf að taka mið af. Margir taka lán til að fjármagna einhvern hluta kaupanna. Því meira eigin fé sem þú getur lagt í kaupin, t.d. það fé sem þú færð fyrir söluna á þeim gamla, því lægra lán þarftu. Upphæð lánsins annars vegar og lengd þess hefur síðan áhrif á hve mikið þú greiðir af láninu í mánuði hverjum. Þú getur reiknað út og skoðað hvernig ólíkar samsetningar koma út í reiknivélinni okkar.

Þá má heldur ekki gleyma að reikna með kostnaði við að tryggja bíl, t.d. gera lánasamningar okkar ráð fyrir því að bílar séu kaskótryggðir. Slíkum tryggingum fylgir aukinn kostnaður, ef þú hefur hingað til aðeins verið með skyldu ábyrgðartryggingu. Eins getur ýmis annar kostnaður fallið til, s.s. afskriftir, hærra bifreiðagjald ef þú ert að stækka bílinn o.s.frv.

Hvenær er rétt að skipta um bíl?

Sumir endurnýja bílinn árlega. Aðrir eru enn að aka um á sama bíl og þeir keyptu skömmu eftir að hafa fengið bílprófið. Aðeins þú getur svarað því og reiknað það út hvenær er best fyrir þig að skipta um bíl.

Við getum hins vegar aðstoðað þig með fjármögnun. Ekki hika við að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar og saman getum við fundið leiðir til að fá nýjan bíl.