Víða veltir fólk fyrir sér bílaviðskiptum vegna eigin nota eða fyrirtækja og þær fjölmörgu leiðir sem eru í boði til að endurnýja eða bæta við bílum. Það eru ekki einungis miklar breytingar á bílamarkaði vegna orkuskipta frá bensíni og diesel yfir í aðra orkugjafa því eignarform á bílum og hvernig við veljum bíla er að breytast.

 

Á að kaupa eða leigja

Í hugum margra kemur ekkert annað til greina en að kaupa bílinn. En á sama tíma fjölgar þeim mjög hratt sem velja að leigja bílinn. Til að bera saman þessar tvær leiðir þarf að leggjast yfir útreikninga á heildarkostnaði við að eiga og reka bíl í samanburði við leigu þar sem greitt er fast mánaðargjald og allt er innifalið í leigunni fyrir utan eldsneyti eins og í Lykilleigu.

Reiknaðu hvað þinn bíll kostar með öllum kostnaði sem tengist bílnum og ekki gleyma að reikna árlegar afskriftir og fjármagnskostnað.

 

1 af hverjum 4 bílum í Bandaríkjunum er tekinn á leigu

Aldrei fyrr hefur langtímaleiga vaxið jafnmikið í Bandaríkjunum eins og árið 2017 samkvæmt greiningum www.edmunds.com var einn af hverjum fjórum bílum teknir á langtímaleigu. Ástæðan er sú að fólk sækir í rekstraröryggi fyrir bílinn þar sem greiðslur eru fastar og innan þess fjárhagsramma sem fólk ræður við. Með langtímaleigu kemur fólk í veg fyrir óvænt útgjöld og er með fastar greiðslur sem það miðar út frá sínum forsendum.

 

Bílasalar verða helmingi færri

Samkvæmt frétt á www.visir.is munu bílasalar verða allt að helmingi færri árið 2025 samkvæmt rannsókn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í 43 löndum. Fulltrúi KPMG segir að sala á bílum minnki ekki heldur verði kaupendur oftar fyrirtæki og félög. Þau þurfi ekki bílasala í hverjum bæ. Milljónir bílaeigenda um heim allan muni taka bíla á langtímaleigu, vera í einhverskonar áskrift að bíl eða samnýta með öðrum, ekki síst vegna örrar tækniþróunar. Einnig spáir KPMG að þessi þróun verði til þess að bílar muni lækka í verði.

Netið er stöðugt notað meira í bílaviðskiptum

Það kemur engum á óvart að notkun á netinu í bílviðskiptum fer stöðugt vaxandi. Samkvæmt könnunum sem birtar eru á www.12vdata.com Bandaríkjunum nota 59% kaupenda internetið til að finna sér nýjan bíl og 46% nota til þess fleiri en eitt tæki þ.e. fartölvu og snjallsíma eða spjaldtölvu. Fólk eyðir talsverðum tíma í að skoða bíla á netinu og því þau bílaumboð og þær bílasölur sem veita bestu þjónustuna og veita bestu upplýsingarnar á netinu eru líklegri til að ná árangri en aðrir. Lykill fylgist með þessari þróun af áhuga og tekur virkan þátt í að auðvelda fólki og fyrirtækjum að finna rétta bílinn með því að sýna alla nýja bíla á einum stað í Sýningarsalnum.