Enn lækkar Lykill vexti

Jún 15, 2017 | Fréttir, Uncategorized

Enn lækka vextirnir

Lykillán og Lykilsamningar eru tengdir Reibor vöxtum (íslenskir millibankavextir) sem stjórnast að mestu af stýrivöxtum Seðlabankans. Því njóta viðskiptavinir Lykils strax góðs af, þegar Seðlabankinn lækkar stýrivexti sína. Nú lækkaði bankinn þessa vexti um 0,25% og því lækka vaxtakjör viðskiptavina Lykils samhliða.

Vaxtalækkunin tekur strax gildi af nýjum lánum sem og eldri lánum og við höldum því áfram að bjóða lægstu auglýstu vexti á bílalánum og bílasamningum, sem í dag verða því 8,0%.