U20 landslið karla í körfubolta vekur verðskuldaða athygli

Á dögunum náði U20 ára karla landslið Íslands í körfubolta þeim magnaða árangri að komast í hóp 8 sterkustu þjóða í Evrópu. Liðið lék í fyrsta skipti í A-deild og náði 8. sæti. undir styrkri stjórn Finns Freys Stefánssonar. Mótið fór fram í Heraklion á Krít 15. til 23. júlí. Liðið lék vel í undanriðlum og komst í 8 liða úrslit eftir sigur á Svíþjóð en tapaði á móti Þjóðverjum 79 – 73. Grikkir stóðu uppi sem sigurvegarar á mótinu eftir tiltölulega léttan sigur á Ísrael og mikil stemming hjá heimamönnum. Hægt er að kynna sér öll úrslit á þessum hlekk.

Erlendir blaðamenn m.a. frá stærstu íþróttamiðlum Evrópu og  ESPN America voru mjög áhugasamir um U20 landslið Íslands og þennan sögulega árangur. Þessi árangur og sú staðreynd að smáþjóð sé á leið á Eurobasket annað skiptið í röð hafa vakið forvitni og undrun. Okkar menn á www.karfan.is höfðu í nægu að snúast við að svara forvitnum kollegum sínum frá erlendum miðlum.

U20 ára landslið karla í körfubolta 2017 Lykill karfa

Árangurinn vakti ekki bara áhuga erlendra íþróttamiðla heldur einnig umboðsmanna sem spurðu íslenskan blaðamann www.karfan.is mikið út í íslenskan körfubolta og hvernig þessi þjóð færi að því að ná þessum árangri ítrekað. Leikmenn eins og Tryggvi Snær vakti mikla athygli og var valinn í úrvalslið mótsins og heyrðist hann nefndur í sömu andrá og NBA deildin.

Lykill er stoltur styrktaraðili körfubolta á Íslandi og hvetur fólk til að fylgjast með landsliðum okkar og þeim glæsilega árangri sem þau eru að ná. Framtíðin er björt.