Framkvæmdir í Ármúla

Vegna framkvæmda mun Ármúla verða lokað fyrir gegnum akstri tímabundið milli Háaleitisbrautar og Hallarmúla. Til þess að komast til okkar á meðan framkvæmdum stendur er hægt að keyra í gegnum bílaplanið hjá Vís í Ármúla eða með því að keyra á bak við húsið og inn hjá Pixel af Háaleitisbraut. Þaðan er hægt að keyra á milli Ármúla 1 og Ármúla 1a og inn á planið okkar.

Þetta er frekar óheppilegt en hindrar vonandi ekki að viðskiptavinir okkar kíki í heimsókn.

Áætlað er að opnað verði fyrir umferð aftur þann 20.08.2018.