Eldsneyti

Í samstarfi við Skeljung býðst viðskiptavinum í Flotaleigu Lykils að fá viðskiptakort fyrir eldsneyti á flotaleigubíla. Kortin eru gefin út á tiltekin bíl með úttektatmörkum sem hver og einn viðskiptavinur ákvarðar. Hægt er að fá kortin eingöngu fyrir eldsneyti eða bæði eldsneyti og bílavörur á öllum sölustöðum Skeljungs og Orkunnar.

Afslættir á viðskiptakortum í Flotaleigu Lykils eru almennt töluvert betri en fyrirtæki geta fengið sjálf enda semur Lykill um kjör fyrir allan flota félagsins.

Eldsneytisúttektir eru skuldfærðar mánaðarlega og innheimtast með leigureikning hverju sinni. Viðskiptavinir hafa síðan aðgang að yfirliti notkunar, sundurliðað pr. bíl á heimasvæði sínu á vef Lykils.