Flotaleiga Lykils

Flotaleiga lágmarkar kostnað við rekstur bílaflota

Flotaleiga gerir fyrirtækjum kleift að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi og þurfa ekki að setja tíma og mannafla í að sjá um og viðhalda bílaflota sínum. Flotaleiga eykur öryggi við rekstur bílaflota og stuðlar að lækkun kostnaðar sem vinnst með stærðarhagkvæmni Lykils. Einnig lágmarkar Flotaleigan fjárbindingu og allur kostnaður er fyrirsjáanlegur. Auk þess þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af umsýslu og endursölu bíla þar sem bílnum er einfaldlega skilað til Lykils í lok leigutíma.

Flotaleiga fólksbílar hjá Lykli

Hagkvæmara að eiga eða leigja bíla og atvinnutæki?

Þar sem Lykill er magnkaupandi að bílum og þjónustu, bjóða bílaumboð og þjónustuaðilar mjög góð kjör fyrir Flotaleigu sem leigutakar njóta og fyrir vikið verður heildarkostnaður við rekstur bíla umtalsvert lægri.

Flotaleiga sendibílar hjá Lykli

Sveigjanlegur leigutími í flotaleigu

Sveigjanleiki er í leigutíma sem tekur mið af notkun og þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Leigutími getur verið 12-60 mánuðir. Við lok leigutíma skilar viðskiptavinur bílnum til Lykils og gengur frá samningslokum.

Flotaleiga flutningabílar hjá Lykli

Fyrirtæki byggja upp flota eftir eigin þörfum

Fyrirtæki geta valið bíla frá hvaða umboðsaðila sem er eftir þörfum og hentugleika. Fyrirtækið sem tekur Flotaleigusamning er í viðskiptasambandi við Lykil sem er skráður eigandi en ekki einstaka þjónustuaðila. Bílar eru afhentir við starfsstöð Lykils og þeim er skilað þangað aftur að leigutíma loknum.

Flotaleiga hjá Lykli best er að geta gengið að kostnaðinum vísum

„Best er að geta gengið að kostnaðinum vísum“

Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar með víðtæka reynslu af flestum sviðum atvinnulífsins og sækir fyrirtækið sérhæfðar lausnir og þekkingu til leiðandi alþjóðlegra samstarfsaðila. Meðal þeirra eru Microsoft, IBM, Qlik og CEB. Ráðgjafar Capacent vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, stjórnunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og upplýsingatækni. Fjöldi ráðgjafa hjá Capacent nýtir sér þjónustu Flotaleigunnar hjá Lykli.

segir Halldór Þorkelsson,
framkvæmdastjóri Capacent sem hefur nýtt sér Flotaleigu Lykils undanfarin ár.

Hvað er innifalið í leiguverðinu

Lykill sér um kaup á bílunum, breytingar sem gera þarf vegna sérstakrar notkunar, merkingar o.s.frv. Innifalið í leiguverði er einnig:

  • tryggingar
  • bifreiðagjöld
  • þjónustuskoðanir
  • smurþjónusta
  • dekk og dekkjaskipti
  • viðhald slitflata s.s. bremsur

Viðskiptavinur greiðir fast leiguverð fyrir bíla en einnig er hægt að hafa ýmsa rekstrarþætti s.s. eldsneyti og þrif sem hluta af leigugreiðslu og breytist leigugreiðsla þá eftir notkun á þessum þáttum. Flotaleiga Lykils getur veitt yfirsýn yfir rekstur bílaflota viðskiptavina. Upplýsingar um viðhaldskostnað, smurþjónustu og eldsneytisnotkun getur verið aðgengileg fyrir umsjónaraðila bílaflota.

Flotaleiga fólksbílar hjá Lykli
Flotaleiga hjá Lykli hagkvæm leið fyrir fyrirtæki

Fyrirtæki njóta magnafslátta í gegnum Lykil

Lykill nýtir sér stærðarhagkvæmni við öll kaup, hvort sem það er á bílum, þjónustu eða rekstri sem viðskiptavinir njóta í lægri leigugreiðslu. Reglubundið viðhald og vönduð umsjón Lykils með bílaflotanum stuðlar að hærra endursöluverðmæti og minnkar afföll sem skilar sér í lægri leigu á leigutímanum. Sérhver viðskiptavinur nýtur stærðarhagkvæmni heildarflota Lykils.

Þægileg þjónusta og auðvelt viðhald í flotaleigu

Viðhaldið verður ekki einfaldara. Í Flotaleigu þarf viðskiptavinur einungis að færa bíla til reglubundinnar þjónustuskoðunar, í smurþjónustu, dekkjaskipti eða annað sem tryggir gott ástand bílsins en Lykill tekur að sér að panta tíma hjá þjónustuaðilum vegna þessara þátta og skipuleggur í samráði við viðskiptavin. Skoðanir og viðhald er framkvæmt í samræmi við kílómetrafjölda, aldur eða ef færa þarf á verkstæði vegna einhvers sem kemur upp. Lykill fylgist því með ástandi bílanna og minnir viðskiptavini á þegar þjónustu er þörf.

Þjónusta innifalin í Flotaleigu
Flotaleiga hjá Lykli hagkvæm leið fyrir fyrirtæki

Tryggingafé og tryggingar

Þegar ökutæki er tekið á leigu hjá Lykli er í ákveðnum tilfellum farið fram á tryggingarfé fyrir leigu og er það háð mati Lykils hverju sinni og getur numið allt að þriggja mánaða leigu.

Verði ökutækið fyrir tjóni þá er leigutaki tryggður fyrir tjóninu en ber að greiða sjálfsáhættu sem er 150 þ. fyrir fólksbíla en 250 þ. fyrir sendibíla.

 

Enn hagkvæmari rekstur í gegnum

upplýsingakerfi fyrir bílaflotann

Hjá Lykli leggjum við áherslu á hagkvæmni í rekstri bílaflota á öllum sviðum. Öll ökutæki í Flotaleigu eru búin ökuritum sem tengdir eru miðlægu upplýsingakerfi. Með þessu upplýsingakerfi geta fyrirtæki náð mun meiri hagkvæmni á rekstri bílaflota. Upplýsingakerfið getur auðveldað skipulag á ökuleiðum, nýtingu flota, lækkað rekstrarkostnað og aukið öryggi.

Viðbótarþjónusta

Viðskiptavinur fær margskonar viðbótarþjónustu og nýtur stærðarhagkvæmni Lykils. Viðskiptavinur hefur kost á eldsneytis- og þrifakorti í samstarfi við Lykil með hagstæðum kjörum er getur sparað umtalsverðar fjárhæðir.

Ef bíllinn verður fyrir tjóni

Ef þú lendir í tjóni verður þú að tilkynna það til okkar, við höfum samband við tryggingafélagið og finnum út hvar er best að láta gera við bílinn.

Ef bíllinn hefur orðið fyrir skemmdum

Það getur verið erfitt að komast hjá því að bílar verði fyrir hnjaski. Ef slit á bílnum eða skemmdir eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þá þarf að greiða aukalega fyrir það en hvað er eðlilegt og hvað ekki? Við hjá Lykli tókum saman dæmi þannig að viðmiðin séu skýr. Þú vilt ekki láta koma þér á óvart með aukareikningi fyrir viðgerðum í lok leigutíma. Smelltu hér og kynntu þér Eðlileg not og slit á Flotaleigubílum.

Hverju munar að eiga eða leigja?

Þar sem Lykill er magnkaupandi að bílum og þjónustu, njótum við hagstæðra kjara hjá bílaumboðum og þjónustuaðilum. Þessi kjör ganga síðan til þín sem leigutaka og fyrir vikið verður kostnaður þinn við bílinn umtalsvert lægri.

Til að skýra þetta út, settum við upp dæmi af tveimur bílum og reiknum út kostnaðinn miðað við tveggja ára tímabil. Í tilfelli leigunnar ert þú einfaldlega að borga eina fjárhæð á mánuði sem helst óbreytt allan leigutímann. Í tilfelli kaupanna gerum við ráð fyrir að þú takir Lykillán til 5 ára og 90% lánshlutfall. Það þýðir að þú þarft að leggja út 10% af kaupverðinu og greiða síðan fyrir allan rekstrarkostnað, slit, tryggingar, bifreiðagjöld, dekk og dekkjaskipti o.s.frv. Rekstrarkostnaður er sambærilegur í leigu- og lánsdæmum og endurspeglar meðalkostnað við rekstur bíla á Íslandi. Í lok þessa tveggja ára tímabils selur þú bílinn, greiðir upp lánið og átt eftir tiltekna fjárhæð. Við reiknum ekki inn í þetta dæmi áhættu og kostnað sem felst í endursölunni, heldur gerum ráð fyrir eðlilegum afföllum samkvæmt forsendum viðkomandi bílaumboða.

Algengur minni fólksbíll

Verð: 2.340.000

Leiga, 24 mánaða leigusamningur

Leiga pr. mán

58.900

Leiga á tímabili

1.413.600

Kaup 90% lán, 60 mán

Kaupverð

2.340.000

Afsláttur 3%

2.269.800

Útborgun 10%

226.980

Afborgun pr. mán

44.482

Heildargreiðsla af láni

1.067.568

Eftirstöðvar láns

1.382.619

Heildarrekstrarkostnaður

492.380

 Samtals

3.169.547

 Áætlað söluverð

1.638.000

 Heildarkostnaður á tímabili

1.531.547

 Mismunur á leigu og láni

-117.947

Algengur jepplingur

Verð: 4.990.000

Leiga, 24 mánaða leigusamningur

Leiga pr. mán

111.900

Leiga á tímabili

2.685.600

Kaup 90% lán, 60 mán

Kaupverð

4.990.000

Afsláttur 3%

4.840.300

Útborgun 10%

484.030

Afborgun pr. mán

94.701

Heildargreiðsla af láni

2.272.821

Eftirstöðvar láns

2.946.938

Heildarrekstrarkostnaður

630.420

 Samtals

6.334.208

 Áætlað söluverð

3.493.000

 Heildarkostnaður á tímabili

2.841.208

 Mismunur á leigu og láni

-155.608

Kynntu þér kosti Flotaleigu og fáðu allar frekari upplýsingar hjá viðskiptastjórum Lykils í síma 540 1700 og á skrifstofu okkar að Ármúla 1. Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn á lykill@lykill.is