Fyrirtæki

Rekstrar­leiga lág­markar kostnað við rekstur atvinnu­tækja

Rekstrarleiga eykur öryggi við rekstur atvinnutækja og dregur úr kostnaði og tíma sem annars þarf til að sinna utanumhaldi þeirra.

Föst mánaðarleg greiðsla
Föst mánaðarleg greiðsla

Fyrirtækið þitt greiðir alltaf sömu upphæð á mánuði og þú getur gert ráð fyrir því í þínum rekstri. Rekstrarleiga er með föstum leigugreiðslum sem breytast ekki eftir verðlagi eða vaxtabreytingum.

Engin endursala, bara ný atvinnutæki
Engin endursala, bara ný atvinnutæki

Með rekstrarleigu er fyrirtækið þitt ávallt með ný atvinnutæki án þess að þurfa að huga að endursölu. Leigutími er eitt til fimm ár og við lok hans skilar þú tækinu og færð nýtt.

Þægilegur rekstur
Þægilegur rekstur

Stórir kostnaðarliðir sem jafnvel dreifast ójafnt yfir árið heyra sögunni til því allt er innifalið í föstum mánaðarlegum greiðslum. Rekstur atvinnutækja verður margfalt þægilegri.

Breytilegt fyrirkomulag

Rekstrarleigusamningar geta varað í eitt til fimm ár eftir eðli leigumunar og ýmist innifalið alla helstu þjónustuþætti eða verið án þeirra. Leigutaki ber fulla ábyrgð á að viðhaldi og þjónustu á leigutímanum sé sinnt. Lykill er í samstarfi við alla helstu söluaðila atvinnubíla og atvinnutækja á Íslandi og getur boðið þeirra bíla og tæki á rekstrarleigu. Sömuleiðis starfar Lykill með þjónustuaðilum sem veitt geta þjónustuskoðanir, almennt viðhald, dekk og dekkjaskipti á góðum kjörum fyrir þau sem vilja innifela þá þjónustu í samningnum.

Hagstæð og föst gjöld

Rekstrarleiga á bílum eða atvinnutækjum byggir á því að Lykill kaupir ákveðinn leigumun í samráði við leigutaka. Leigutaki leigir leigumuninn í fyrir fram ákveðinn tíma og hefur fullan umráðarétt yfir honum. Með rekstrarleigu er því lágmörkuð fjárbinding sem felst í afnotum af ákveðnum leigumun. Alla jafna er um nýja eða nýlega leigumuni að ræða sem skilar sér í lægri rekstrar- og viðhaldskostnaði. Leigugreiðslur haldast óbreyttar út leigutímann sem gerir það að verkum að allur kostnaður við hvern leigumun er gegnsær og fyrirsjáanlegur.

Umfang sem hentar þér og þínu fyrirtæki

Þjónusta og verð rekstrarleigu ræðst af mörgum þáttum og má aðlaga samninginn að þínum þörfum. Samningi um rekstrarleigu er stillt upp eftir atriðum á borð við kaupverð atvinnutækis, innifalda þjónustu, viðskiptasögu, áætlaða notkun og lengd samnings. Þú lágmarkar því alla fjárbindingu og greiðir ekki fyrir liði sem þú sérð ekki fram á að notfæra þér. Að leigutíma loknum skilar þú leigumuninum til Lykils og ert því laus við áhættu og kostnað sem felst í endursölu.

Með rekstrarleigu hjá Lykli auðveldar þú utanumhald og lágmarkar kostnað við rekstur atvinnutækja

Kaupleiga

Kaupleiga

hentar til fjármögnunar á bílum, vélum og tækjum til atvinnurekstrar og kemur virðisaukaskattur til greiðslu við upphaf samnings.

Bílalán

Bílalán

Bílalán eru einföld og þægileg leið fyrir fyrirtæki til að fjármagna bíla eða önnur skráningarskyld ökutæki.