
Rekstrarleiga
Rekstrarleiga á bíl eða atvinnutækjum hentar fyrirtækjum og rekstraraðilum vel sem fjármögnunarleið. Rekstrarleigusamningar geta verið í 12-60 mánuði, eftir eðli leigumunar, og ýmist innifalið alla helstu þjónustuþætti eða verið án þeirra. Leigutaki ber fulla ábyrgð á að viðhaldi og þjónustu á leigutímanum sé sinnt. Lykill er í samstarfi við alla helstu söluaðila atvinnubíla og atvinnutækja á Íslandi og getur boðið þeirra bíla og tæki á rekstrarleigu.

Rekstrarleiga á bílum og atvinnutækjum
Rekstrarleiga á bílum eða atvinnutækjum byggir á því að Lykill kaupir ákveðinn leigumun í samráði við leigutaka. Leigutaki leigir leigumuninn í fyrirfram ákveðinn tíma og hefur fullan umráðarétt yfir honum. Með rekstrarleigu er því lágmörkuð fjárbinding sem felst í afnotum af ákveðnum leigumun. Alla jafna er um nýja eða nýlega leigumuni að ræða sem skilar sér í lægri rekstrar- og viðhaldskostnaði. Leigugreiðslur eru gjaldfærðar og haldast óbreyttar út leigutímann sem gerir það að verkum að allur kostnaður við hvern leigumun er gegnsær og fyrirsjáanlegur.

Hagstæð kjör og fagleg ráðgjöf
Lykill fjármögnun leitast stöðugt við að vera í fararbroddi þegar kemur að hagstæðustu kjörum á fjármögnun bíla og atvinnutækja. áðast af mörgum þáttum. Samningi um rekstrarleigu er þannig stillt upp eftir ýmsum þáttum eins og t.d. verð á bíl eða atvinnutæki, Hafðu samband við okkur og ráðgjafar Lykils munu fara í gegnum fjölbreyttar fjármögnunarleiðir sem eru í boði og aðstoða þig við að velja hagstæðustu leiðina.

Rekstrarleiga – verð
Rekstrarleiga og verð ráðast af mörgum þáttum. Samningi um rekstrarleigu er þannig stillt upp eftir ýmsum þáttum eins og t.d. verð á bíl eða atvinnutæki, innifaldri þjónustu, viðskiptasögu, áætlaðri notkun á því sem á að leigja og lengd samnings. Leigutaki lágmarkar því alla fjárbindingu og losnar alfarið við endursöluáhættu.

Margþætt þjónusta hluti af rekstrarleigu
Í rekstrarleigu geta leigutakar valið margvíslega þjónustu inn í rekstrarleigusamningi. Þar má nefna þjónustuskoðanir, almennt viðhald, dekk og dekkjaskipti. Einnig er hægt að bæta öðrum kostnaði líkt og bifreiðagjöldum, tryggingum, þrifum og eldsneytiskorti inn í leiguna.
Með rekstrarleigu er óvissu vegna sölu á bifreiðum og atvinnutækjum haldið í lágmarki.
Að leigutíma loknum skilar leigutaki leigumun til Lykils eða þess aðila sem Lykill ákveður og er því laus við áhættu og kostnað sem felst í endursölu.

Fleiri fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki
Kynntu þér fleiri fjármögnunarleiðir fyrir fyrirtæki hjá Lykli.
Kynntu þér kosti rekstrarleigu og fáðu allar frekari upplýsingar hjá viðskiptastjórum Lykils í síma 540-1700 eða með tölvupósti lykill@lykill.is og á skrifstofu okkar að Síðumúla 24.