Fyrirtæki

Flota­leiga lág­markar kostnað við rekstur bíla­flota

Flotaleiga eykur öryggi við rekstur fyrirtækjabíla og dregur úr öllum kostnaði, tíma og mannafla sem annars þarf til að sjá um og viðhalda bílaflota þíns fyrirtækis.

Einfalt og sveigjanlegt

Föst mánaðarleg greiðsla

Fyrirtækið þitt greiðir alltaf sömu upphæð á mánuði og þú getur gert ráð fyrir því í þínum rekstri. Flotaleiga er með föstum leigugreiðslum sem breytast ekki eftir verðlagi eða vaxtabreytingum.

Engin endursala, bara nýir bílar

Með flotaleigu er fyrirtækið þitt ávallt með nýja bíla án þess að þurfa að huga að endursölu. Leigutími er eitt til þrjú ár og við lok hans skilar þú bílnum og færð nýjan.

Þægilegur rekstur

Stórir kostnaðarliðir sem jafnvel dreifast ójafnt yfir árið heyra sögunni til því allt er innifalið í föstum mánaðarlegum greiðslum. Rekstur bílaflotans verður margfalt þægilegri.

Hvað er innifalið í leiguverðinu?

Lykill sér um kaup á bílunum, breytingar sem gera þarf vegna sérstakrar notkunar, merkingar o.s.frv. Innifalið í leiguverði er einnig:

  • Tryggingar
  • Bifreiðagjöld
  • Þjónustuskoðanir
  • Smurþjónusta
  • Dekk og dekkjaskipti
  • Viðhald slitflata s.s. bremsur

Fyrirtækið þitt greiðir fast leiguverð fyrir bíla en einnig er hægt að hafa ýmsa rekstrarþætti á borð við eldsneyti og þrif sem hluta af leigugreiðslu en þá er upphæðin breytileg í takt við notkun á þessum þáttum. Flotaleiga Lykils getur veitt yfirsýn yfir rekstur bílaflota viðskiptavina. Upplýsingar um viðhaldskostnað, smurþjónustu og eldsneytisnotkun getur þannig verið aðgengileg fyrir umsjónaraðila bílaflota.

Flotaleiga er hagkvæmur kostur

Þar sem Lykill er magnkaupandi að bílum og þjónustu bjóða bílaumboð og þjónustuaðilar góð kjör sem þitt fyrirtæki fær að njóta í gegnum flotaleigu. Stærðarhagkvæmni við öll kaup Lykils skila sér í lægri leigugreiðslu og fyrir vikið verður heildarkostnaður við rekstur bíla umtalsvert lægri en ella. Reglubundið viðhald og vönduð umsjón Lykils með bílaflotanum stuðlar að hærra endursöluverðmæti og lægri afföllum sem jafnframt skila sér í hagstæðara leiguverði.

Auðvelt viðhald og gagnleg aðstoð

Í flotaleigu þarft þú einungis að færa bíla til reglubundinnar þjónustuskoðunar, í smurþjónustu, dekkjaskipti eða annað sem tryggir gott ástand bílsins. Lykill fylgist með ástandi bílanna og pantar tíma hjá þjónustuaðilum vegna þessara þátta og skipuleggur í samráði við þig. Öll ökutæki í flotaleigu eru búin ökuritum sem tengdir eru miðlægu upplýsingakerfi. Kerfið getur auðveldað skipulag á ökuleiðum og nýtingu flota, lækkað rekstrarkostnað og aukið öryggi.

Byggðu upp flota eftir þínum þörfum

Þú getur valið bíla frá hvaða umboðsaðila sem er eftir hentugleika og þörfum fyrirtækisins. Leigutími er sveigjanlegur og getur verið á bilinu eitt til þrjú ár. Fyrirtækið sem gerir flotaleigusamning er eingöngu í viðskiptasambandi við Lykil, skráðan eiganda, en ekki einstaka þjónustuaðila. Bílar eru afhentir við starfsstöð Lykils og þeim er skilað þangað aftur að leigutíma loknum.

Með flotaleigu hjá Lykli auðveldar þú utanumhald og lágmarkar kostnað við rekstur bílaflota

Kaup­leiga

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á bílum, vélum og tækjum til atvinnurekstrar og kemur virðisaukaskattur til greiðslu við upphaf samnings.

Bílalán

Bílalán eru einföld og þægileg leið fyrir fyrirtæki til að fjármagna bíla eða önnur skráningarskyld ökutæki.