Tímabundnir greiðslufrestir til fyrirtækja
vegna COVID-19
 

Lykill er hluti af samkomulagi SFF
um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja
vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19

Lykill‘s remedies due to COVID-19

 

Úrlausnir Lykils fjármögnunar
vegna COVID-19

Lykill fjármögnun er hluti af samkomulagi SFF. Samkomulagið gerir ráð fyrir að fyrirtæki sem eru í viðskiptum hjá Lykli fjármögnun snúi sér til síns viðskiptabanka sem tekur ákvörðun um hvort viðkomandi falli undir samkomulagið. Viðskiptabanki viðkomandi fyrirtækis sér um að hafa samband við Lykil og tilkynna ákvörðun fyrir viðkomandi fyrirtæki.

 

Lykill‘s remedies
due to COVID-19

Lykill is part of the SFF (Icelandic Financial Services Association) agreement. In the agreement it is assumed that companies that are Lykill’s customers contact their commercial bank that then decides whether the customer meets the conditions of the agreement. The customer’s commercial bank will then contact Lykill and notify the customer in question on the decision.

Skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla

Samkomulag um greiðslufrest nær til fyrirtækja sem selja vöru og þjónustu og uppfylla tiltekin skilyrði:

Heilbrigður rekstur og tímabundið tekjufall

Fyrirtæki sem sækja um greiðslufrest þurfa að uppfylla skilyrði um heilbrigðan rekstur og hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda sem rekja má til heimsfaraldurs af völdum COVID-19.

Hafa ekki verið í 60 daga vanskilum

Fyrirtæki sem hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn, falla ekki undir viðmið samkomulagsins um greiðslufresti.

Hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda

Fyrirtæki verða að hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19.

Hvernig á að sækja um greiðslufresti?

Fyrirtæki sem uppfylla skilyrði um greiðslufresti geta sótt um með því að fylgja þessum skrefum:

Skref 1

Sækja um greiðslufresti hjá viðskiptabanka

Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli skillyrði samkomulagsins.

Skref 2

Viðskiptabanki hefur samband við Lykil

Aðalviðskiptabanki eða sparisjóður fyrirtækis sendir tilkynningu á Lykil fjármögnun með niðurstöðu um hvort greiðslufrestur hafi verið veittur.

Skref 3

Framkvæmd á veittum greiðslufresti

Ef greiðslufrestur var samþykktur af viðskiptabanka mun Lykill fjármögnun veita sambærilegan greiðslufrest. Samningstími lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana og bera frestaðar greiðslur vexti til samræmis við upphaflegan samning. Sé um að ræða skuldir án gjalddaga frestast greiðsla til loka samkomulags SFF.

Fyrirspurnir vegna úrlausna fyrir fyrirtæki

Fyrirtæki geta haft samband við Lykil fjármögnun vegna fyrirspurna um úrlausnaleiðir með því að senda tölupóst á urlausnir@lykill.is með nánum upplýsingum um erindið.

Spurt og svarað

Hverjir geta sótt um tímabundna greiðslufrystingu á lánum og samningum?

Fyrirtæki sem eru í heilbrigðum rekstri og verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins, höfðu ekki verið í vanskilum 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins sem þeim stendur til boða. Um er að ræða rekstrarfyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu. Eignarhaldsfélög falla ekki undir skilgreininguna.

Hver eru skilyrðin fyrir því að frysta greiðslur?

Að fyrirtæki sé í heilbrigðum rekstri og hefur orðið fyrir tímabundnu tekjufalli sem leitt hefur til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins, hafi ekki verið í vanskilum 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafi nýtt viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins sem þeim stendur til boða. Um er að ræða rekstrarfyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu. Eignarhaldsfélög falla ekki undir skilgreininguna.

Hvar og hvernig sæki ég um frystingu fyrir fyrirtækið?

Aðalviðskiptabanki (eða sparisjóður) fyrirtækis leggur mat á hvort fyrirtækið uppfyllir skilyrði samkomulags að fenginni umsókn fyrirtækisins og tilkynnir öðrum aðilum samkomulagsins um niðurstöðu matsins, enda hafi fyrirtækið veitt sannanlega heimild fyrir slíkri upplýsingamiðlun.

Hvaða skuldum er hægt að fresta?

Öllum endurgreiðslum á skuldum fyrirtækja við aðila skal frestað, þar með talið vöxtum og afborgunum, í allt að sex mánuði. Aðalviðskiptabanki (eða sparisjóður) tilkynnir lánveitendum sem eru aðilar að þessu samkomulagi um að fresta eigi greiðslu skulda. Frestun nær ekki til iðgjalda til lífeyrissjóða.

Hvað er hægt að frysta greiðslur í langan tíma?

Í allt að 6 mánuði.

.

Hvaða vextir verða á lánum/samningum eftir greiðslulækkun?

Engin breyting frá upphaflegu láni/samningi verður á vaxtakjörum lánsins/samningsins.

.

Hvað gerist þegar greiðslur á lánum og samningum eru frystar?

Frestaðar greiðslur afborgana og vaxta leggjast við höfuðstól og samningstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Sé um að ræða skuldir án gjalddaga frestast greiðsla til loka samningstíma samkomulags um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19. Frestaðar greiðslur skulu bera sömu vexti og upphafleg skuld.

.

Hvað kostar að sækja um frystingu á greiðslum?

Vegna þess fordæmalausa ástands sem nú er uppi veitum við viðskiptavinum 50% afslátt frá gjaldskrá af gjaldi vegna skuldbreytingar. Kostnaður við frystingu á greiðslum verður því kr. 5.000 fyrir hvert lán/samning en þó aldrei hærri er kr. 50.000 fyrir hvern lögaðila.

.

Má greiða inn á lán og samninga á meðan frystingu greiðslna stendur?

Já, í samræmi við skilmála láns eða samnings.

.

Hvernig er frysting greiðslna útfærð?

Frestaðar greiðslur afborgana og vaxta leggjast við höfuðstól og samningstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Sé um að ræða skuldir án gjalddaga frestast greiðsla til loka samningstíma samkomulags um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19. Frestaðar greiðslur skulu bera sömu vexti og upphafleg skuld.

.

Fyrirtækið er í vanskilum. Hvað er hægt að gera?

Hafðu samband við Innheimtudeild Lykils með því að senda tölvupóst á lausnir@lykill.is, með nafni lögaðila og kennitölu ásamt erindinu og það verður skoðað sérstaklega.

Hvað gerist ef þetta úrræði dugar ekki?

Fylgjast þarf vel með öllum tilkynningum og fréttum bæði opinberlega og inni á heimasíðu Lykils, https://www.lykill.is/ ef faraldurinn dregst á langinn og samkomulag SFF verði framlengt og framkvæma þarf frekari breytingar.

Hverjir eru aðilar að samkomulagi SFF?

Lykill fjármögnun, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.

Hvað gildir samkomulag SFF lengi?

Gildistími samkomulags um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19 er frá 22. mars 2020 til 30. júní 2020 („samningstími“). Aðilar geta komið sér saman um framlengingu samningstímans ef aðstæður kalla á slíkt. Taka skal ákvörðun og tilkynna um framlengingu fyrir miðjan júní næstkomandi komi til framlengingar.

Viltu kynna þér samkomulagið nánar

Þú getur kynnt þér samkomulag SFF nánar með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.