Lykill lækkar vexti enn og aftur nú niður í 7,75%

Hagstæðustu bílalánin orðin enn hagkvæmari

Við hjá Lykli lækkum vexti

 

Lykillán og Lykilsamningar eru tengdir Reibor vöxtum (íslenskir millibankavextir) sem stjórnast að mestu af stýrivöxtum Seðlabankans. Því njóta viðskiptavinir Lykils strax góðs af, þegar Seðlabankinn lækkar stýrivexti sína. Nú lækkaði bankinn þessa vexti um 0,25% og því lækka vaxtakjör viðskiptavina Lykils samhliða.

Lykillána og Lykilsaminga samhliða um 0,25 prósentustig. Hæstu vextir eru því 8,25% og lægstu vextir 7,75% í stað 8,50% og 8,00%. Við að sjálfsögðu fögnum þessari ákvörðun Seðlabankans til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.

Kjörvextir óverðtryggðra samninga/lána lækka jafnframt samkvæmt nýrri gjaldskrá.

Vaxtalækkunin tekur strax gildi af nýjum lánum sem og eldri lánum og við höldum því áfram að bjóða lægstu auglýstu vexti á bílalánum og bílasamningum, sem í dag verða því 7,75%.

Hagstæðari fjármögnunarleiðir

Kynntu þér hagkvæmari fjármögnunarleiðir Lykils fyrir fjármögnun bifreiða eða skráningarskyldra tækja. Þú getur kynnt þér hagstæðar fármögnunarleiðir fyrir einstaklinga eða fyrirtæki með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

 

Reiknivélin

Nú getur þú farið beint í reiknivélina og reiknað út hagstæðari greiðslubyrði við kaup á nýjum eða notuðum bíl sem þú hefur augastað á. Þú finnur mesta úrvalið af nýjum bílum í Sýningarsalnum eða notaða bíla á Bílasölur.is