Við lækkum vexti á bílafjármögnun – Lykill

 

Lykill lækkar vexti frá og með 15. desember 2016. Í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta lækka óverðtryggðir vextir Lykillána og Lykilsaminga samhliða um 0,25 prósentustig. Hæstu vextir eru því 8,90% og lægstu vextir 8,50% í stað 9,15% og 8,75%. Við að sjálfsögðu fögnum þessari ákvörðun Seðlabankans til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.

Kjörvextir óverðtryggðra samninga/lána lækka jafnframt samkvæmt nýrri gjaldskrá frá 15. desember 2016.

Lykill fagnar ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem ákvað 14. desember 2016 að lækka vexti bankans um 0,25 prósentstig. Við erum að sjá meiri hagvöxt í Þjóðhagsreikningum fyrstu níu mánuði ársins miðað við spá Seðlabankans í nóvember. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetning hans var önnur. Atvinnuvegafjárfesting jókst meira en einkaneysla minna. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og munar þar fyrst og fremst um kröftugan þjónustuútflutning. Metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins sjá nánar frétt frá Seðlabanka Ísland.

Hagstæðari fjármögnunarleiðir

Kynntu þér hagkvæmari fjármögnunarleiðir Lykils fyrir fjármögnun bifreiða eða skráningarskyldra tækja. Þú getur kynnt þér hagstæðar fármögnunarleiðir fyrir einstaklinga eða fyrirtæki með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

 

Reiknivélin

Nú getur þú farið beint í reiknivélina og reiknað út hagstæðari greiðslubyrði við kaup á nýjum eða notuðum bíl sem þú hefur augastað á. Þú finnur mesta úrvalið af nýjum bílum í Sýningarsalnum eða notaða bíla á Bílasölur.is