Úrræði fyrir einstaklinga
vegna COVID-19

 

Remedies
due to COVID-19

 

 

Úrræði Lykils fjármögnunar fyrir einstaklinga
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru,COVID-19

Einstaklingar geta nú sótt um lækkun greiðslna á Lykillánum og -samningum frá og með maí gjalddaga með rafrænum hætti á Þjónustuvef Lykils að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þjónustuvef Lykils má finna hér efst á síðunni en slóðin er https://minn.lykill.is

Lykill mun í ljósi aðstæðna vegna efnahagslegra áhrifa af völdum COVID-19 faraldursins veita tímabundnið greiðslufrest af afborgunarhluta lána og samninga hjá einstaklingum sem eiga í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Lykill mun í slíkum tilvikum heimila vaxtagreiðslur af lánum og samningum í allt að þrjá mánuði frá maí gjalddaga að telja.

Afborganir verða þá frystar og bætast við höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka eftir að greiðslufresti lýkur. Viðskiptavinir eru því hvattir til að halda áfram að greiða af lánum og samningum sínum óbreyttum hafi þeir getu til þess.

Kynntu þér leiðbeiningar um hvernig sótt er um greiðsluléttingu auk algengra spurninga og svara hér neðar á síðunni.

Details about remedies due to COVID-19

Individuals are now able to apply for lower payments of their car loans from the due date in May. Applications are submitted electronically on the Customer Service Website, if certain conditions are met. The Customer Service Website is located at the top of this page (Þjónustuvefur Lykils) and the website URL is https://minn.lykill.is

Considering the circumstances and the economic impact due to the COVID-19 pandemic, Lykill will offer a temporary grace period for payment of the principal amount for individuals that are facing temporary financial distress. In those instances, Lykill will permit the payment of interest only for up to three months counting from the due date in May.

Payment of the installment will then be deferred and added to the principal, which means that the installment payment will increase when the grace period ends. We therefore urge our customers to continue paying off their contracts, if they have the means to do so.

Leiðbeiningar um hvernig sótt er um greiðsluléttingu

FYRIR EINSTAKLINGA MEÐ LYKILLÁN og LYKILSAMNINGA

Nauðsynlegt að vita áður en þú sækir um greiðsluléttingu!

Afborganir verða frystar og bætast við höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka eftir að greiðslufresti lýkur. Viðskiptavinir eru því hvattir til að halda áfram að greiða af lánum og samningum sínum óbreyttum hafi þeir getu til þess.

Ertu með rafræn skilríki

Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að sækja um greiðsluléttingu.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá eru hér leiðbeiningar um hvernig á að sækja um rafræn skilríki í farsíma.

Fara inn á Þjónustuvef Lykils

Til að hefja umsóknarferlið er farið inn á Þjónustuvef Lykils. Finna má hnappinn „Þjónustvefur Lykils“ fyrir ofan valmynd efst á hverri vefsíðu heimasíðu Lykils.

Ef þú vilt hefja umsóknarferlið þá getur þú smellt hér til að komast inn á Þjónustuvef Lykils. En við hvetjum þig til að renna yfir leiðbeiningarnar hér fyrst.

Velja greiðsluléttingu fyrir þitt lán eða þinn samning

Eftir innskráningu er hægt að velja það lán eða þann samning sem sækja á um greiðsluléttingu fyrir með því að smella á hnapp fyrir aftan lánið/samninginn sem segir „Skilmálabreyting“.

Lán/samningur þarf að vera í skilum

Til þess að hægt sé að smella á hnappinn „Skilmálabreyting“ er nauðsynlegt að Lykillán/ -samningur sé í skilum.

Ef lán eða samningur er ekki í skilum þá er hægt að smella hér lausnir@lykill.is og senda tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri og nánari upplýsingum um erindið.

Velja ástæðu fyrir greiðsluléttingu

Undir „Ástæða“ er fellivalmynd þar sem valin er ástæða fyrir umsókn um greiðsluléttingu.

Fylla út upplýsingareiti

Fyrir aftan nafn samningsaðila eru tveir reitir sem þarf að fylla út, fyrst reiturinn „Símanúmer“ skrá þar inn farsímanúmer sem er tengt rafrænum skilríkjum og reiturinn „Netfang“ þar sem skráð er netfang sem skjöl og aðrar upplýsingar eiga að sendast á. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að þessar upplýsingar eru rétt skráðar er smellt á „Sækja um“ til að hefja umsóknarferlið.

Velja fjölda vaxtagreiðslna

Hægt er að velja allt að þrjár vaxtagreiðslur. Hafa ber í huga að úrræðið felst í því að greiða eingöngu vexti á þeim fjölda vaxtagjalddaga sem eru valdir. Þegar búið er að velja fjölda vaxtagjalddaga birtist greiðsluáætlun eftir breytingar. Þegar búið er að fara yfir greiðsluáætlun þá er hún staðfest með því að smella á hnappinn „Staðfesta“

Senda inn umsókn

Næsta skref felst í að lesa yfir drög að samningi um greiðsluléttingu sem hægt er að skoða með því að smella á „Viðauki við samning – Drög“. Fara þarf yfir og tryggja að rétt símanúmer og netfang sé skráð. Því næst er að senda inn umsóknina með því að smella á hnappinn „Senda“. Sent verður SMS með hlekk fyrir rafræna undirskrift og drög að samningi verða send í tölvupósti.

Samþykkja viðauka við samning með rafrænni undirskrift

Eftir að umsókn hefur verið send fær umsækjandi send SMS skilaboð með hlekk fyrir rafræna undirritun. Smella þarf á hlekkinn í SMS skilaboðunum og framkvæma rafræna undirritun.

Fylgjast með hvort umsókn hafi verið samþykkt

Eftir að rafræn undirritun hefur verið framkvæmd birtast undirrituð skjöl undir „Mín skjöl“ á Þjónustuvef Lykils. Þar er hægt að fylgjast með hvort umsóknin hafi verið samþykkt eða henni hafnað.

Ef eitthvað kemur upp þá vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Lykils með því að senda tölvupóst á netfangið thjonustuver@lykill.is þar sem tilgreint er nafn, kennitala og símanúmer auk upplýsinga um erindið.

Spurt og svarað

Hverjir geta sótt um tímabundna greiðsluléttingu á Lykillánum og Lykilsamningum?

Úrræðið er ætlað einstaklingum sem lent hafa í tímabundinni tekjuskerðingu vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Hvar sæki ég um greiðsluléttingu?

Farið er inn á Þjónustuvefur Lykils, með því að smella á https://minn.lykill.is/.

Hvernig sæki ég um greiðsluléttingu?

Umsóknarferlið er rafrænt og viðskiptavinir þurfa að hafa rafræn skilríki í snjallsímanum sínum. Sótt eru um greiðslulækkun á Þjónustuvef Lykils, https://minn.lykill.is/ Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig sótt er um rafræn skilríki https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima/

Hvað er hægt að sækja um marga mánuði í greiðsluléttingu?

Hægt er að sækja um greiðsluléttingu í allt að þrjá mánuði.

Hvað kostar að sækja um greiðsluléttingu?

Ef þinglýsa þarf greiðsluléttingu er kostnaður kr. 2.500 við þinglýsingu hjá sýslumanni annars er kostnaður hjá Lykli kr. 0 fyrir einstaklinga(neytendur).

Hvað gerist þegar greiðslur á lánum og samningum eru lækkaðar tímabundið?

Þegar eingöngu eru greiddar vaxtagreiðslur í þrjá mánuði leggst höfuðstólshlutinn við höfuðstól lánsins/samningsins og lánið/samningurinn hækkar sem því nemur.

Má greiða inn á lán og samninga á meðan greiðsluléttingu stendur?

Já, það er ávallt heimilt fyrir neytendur að greiða sérstaklega inn á lán og samninga.

Hvaða vextir verða á láninu/samningnum eftir greiðsluléttingu?

Ekki verða gerðar breytingar á vaxtakjörum lánsins/samningsins.

Hverjir eru kostir og gallar þess að sækja um greiðsluléttingu?

Ef þú hefur orðið fyrir tekjuskerðingu og getur ekki greitt er mikill kostur að lækka greiðslur og þannig standa í skilum. Með því að fresta höfuðstólsgreiðslu hækkar hins vegar höfuðstóll lánsins og að öllu óbreyttu má því gera ráð fyrir að greiðslubyrði hækki. Með hækkun höfuðstóls má einnig gera ráð fyrir að heildar vaxtakostnaður aukist.

Lánið/samningurinn minn er í vanskilum. Hvað geri ég?

Hafðu samband við Innheimtudeild Lykils með því að senda tölvupóst á lausnir@lykill.is, með nafni, kennitölu og símanúmeri ásamt erindinu og þau fara yfir málin með þér.

Hvað gerist ef þetta úrræði dugar ekki?

Fylgjast þarf vel með öllum tilkynningum og fréttum bæði opinberlega og inni á heimasíðu Lykils, https://www.lykill.is/ ef faraldurinn dregst á langinn og framkvæma þarf frekari breytingar.