Unnið er að úrræðum fyrir einstaklinga
vegna COVID-19

 

We are working on remedies
due to COVID-19

 

Unnið að mögulegum úrræðum
vegna COVID-19

Unnið er að rafrænni lausn með það að markmiði að einstaklingar geti sótt um lækkun greiðslna frá og með maí gjalddaga með rafrænum hætti á þjónustuvef Lykils að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Lykill mun í ljósi aðstæðna vegna efnahagslegra áhrifa af völdum COVID-19 faraldursins veita tímabundið greiðslufrest af afborgunarhluta samninga hjá einstaklingum sem eiga í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Lykill mun í slíkum tilvikum heimila einungis vaxtagreiðslur af samningum í allt að þrjá mánuði frá maí gjalddaga að telja.

Afborganir verða þá frystar og bætast við höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka eftir að greiðslufresti lýkur. Viðskiptavinir eru því hvattir til að halda áfram að greiða af samningum sínum hafi þeir getu til þess. Upplýst verður um hér á heimsíðunni þegar einstaklingar geta sótt um frestun afborgunarhluta samninga.

We are working on remedies due to COVID-19

We are working on an electronic solution where we aim to offer individuals the possibility to apply for lower payments of their car loans from the due date in May. Applications will be done electronically on the Customer Service Website, if certain conditions are met.

Considering the circumstances and the economic impact due to the COVID-19 pandemic, Lykill will offer a temporary grace period for payment of the principal amount for individuals that are facing temporary financial distress. In those instances, Lykill will permit the payment of interest only for up to three months counting from the due date in May.

Payment of the instalment will then be deferred and added to the principal, which means that the instalment payment will increase when the grace period ends. We therefore urge our customers to continue paying off their contracts, if they have the means to do so. Information will be published on this website when individuals will be able to apply for a grace period of the principal payment.

Spurt og svarað

Hverjir geta sótt um tímabundna greiðslulækkun á lánum og samningum?

Úrræðið er ætlað einstaklingum sem lent hafa í tímabundinni tekjuskerðingu vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Hvar sæki ég um greiðslulækkun?

Þegar úrræðið verður tilbúið er farið  inn á Þjónustusíðu Lykils, https://minn.lykill.is/account/login.

Hvernig sæki ég um greiðslulækkun?

Umsóknarferlið er rafrænt og viðskiptavinir þurfa að hafa rafræn skilríki í símanum sínum. Sótt eru um greiðslulækkun á Þjónustuvef Lykils, https://minn.lykill.is/account/login Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig sótt er um rafræn skilríki https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima/

Hvað er hægt að sækja um marga mánuði í greiðslulækkun?

Hægt er að sækja um greiðslulækkun í þrjá mánuði, þ.e. gjalddaga maí, júní og júlí 2020.

Hvað kostar að sækja um greiðslulækkun?

Vegna þess fordæmalausa ástands sem nú er uppi veitum við viðskiptavinum 50% afslátt frá gjaldskrá af gjaldi vegna skuldbreytingar. Kostnaður við greiðslulækkun verður því kr. 5.000 fyrir hvert lán/samning.

Hvað gerist þegar greiðslur á lánum og samningum eru lækkaðar tímabundið?

Þegar eingöngu eru greiddar vaxtagreiðslur í þrjá mánuði leggst höfuðstólshlutinn við höfuðstól lánsins/samningsins og lánið/samningurinn hækkar sem því nemur.

Má greiða inn á lán og samninga á meðan greiðslulækkun stendur?

Já, það er ávallt heimilt fyrir neytendur að greiða sérstaklega inn á lán og samninga.

Hvaða vextir verða á láninu/samningnum eftir greiðslulækkun?

Ekki verða gerðar breytingar á vaxtakjörum lánsins/samningsins.

Hverjir eru kostir og gallar þess að sækja um greiðslulækkun?

Ef þú hefur orðið fyrir tekjuskerðingu og getur ekki greitt er mikill kostur að lækka greiðslur og þannig standa í skilum. Með því að fresta höfuðstólsgreiðslu hækkar hins vegar höfuðstóll lánsins og að öllu óbreyttu má því gera ráð fyrir að greiðslubyrði hækki. Með hækkun höfuðstóls má einnig gera ráð fyrir að heildar vaxtakostnaður aukist.

Lánið/samningurinn minn er í vanskilum. Hvað geri ég?

Hafðu samband við Innheimtudeild Lykils með því að senda tölvupóst á lausnir@lykill.is, með nafni og kennitölu ásamt erindinu og þau fara yfir málin með þér.

Hvað gerist ef þetta úrræði dugar ekki?

Fylgjast þarf vel með öllum tilkynningum og fréttum bæði opinberlega og inni á heimasíðu Lykils, https://www.lykill.is/ ef faraldurinn dregst á langinn og framkvæma þarf frekari breytingar.