Breyting á þjónustu Lykils fjármögnunar vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra tilkynnti föstudaginn 13. mars um samkomubann vegna útbreiðslu Covid-19. Bannið gildir í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars og gildir um viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þá þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum í öllum tilvikum.

Vegna bannsins og uppfærslu á áhættumati Sóttvarnalæknis verður afgreiðslu viðskiptavina Lykils fjármögnunar að Síðumúla 24 takmarkað tímabundið.

Við bendum á að áfram er hægt að nýta allar aðrar þjónustuleiðir Lykils í gegnum síma 540-1700, tölvupóst lykill@lykill.is og þjónustuvef Lykils https://minn.lykill.is/account/login.

Viðskiptavinir geta leitað eftir upplýsingum og fengið úrlausn sinna mála í gegnum rafrænar samskiptaleiðir Lykils. Símaþjónusta Lykils í síma 540 1700 á milli kl. 9 og 17 mánudaga til föstudaga.

Sé nauðsynlegt að hitta starfsfólk hjá Lykli fjármögnun þá verður það mögulegt með því að hafa samband í gegnum áður tilgreindar leiðir og bóka tíma fyrir ákveðin erindi.

Allar upplýsingar um fjármögnunarleiðir má finna á www.lykill.is.