Bílalán

Bílalán er einfalt og þægilegt skuldabréfaform fyrir fjármögnun bifreiða eða skráningarskyldra tækja. Bílalán eru líka kölluð Lykillán hjá okkur.

Allt að 90% fjármögnun til einstaklinga

Með bílaláni Lykils átt þú kost á allt að 90% fjármögnun. Að uppfylltum lánsskilyrðum semur þú um kaupverð á bílnum og greiðir 10% út. Lykill greiðir afganginn. Lágmarksútborgun fyrirtækja er 20% af kaupverði nýrra og nýlegra bíla og þar með á fyrirtækið kost á allt að 80% fjármögnun. Kynntu þér fjármögnun fyrirtækja nánar hér.

Allt að 7 ára lánstími á nýjum og nýlegum bílum

Lántaki getur valið hvaða lánstíma sem er svo lengi sem það er innan marka um aldur bíla. Lánstími nýrra bíla og nýlegra bíla getur verið allt að 7 ár en samanlagður aldur notaðrar bíla og lánstími getur að hámarki verið 12 ár.

Lán fyrir nýja bíla

Lykill býður lykillán upp að 90% af kaupverði nýrra bíla til allt að 7 ára.

Lán fyrir notaða bíla

Lykill býður einnig lán til að kaupa notaðan bíl. Reglurnar eru einfaldar þú getur fengið allt að:

  • 90% lán í allt að 5 ár og samanlagður aldur bílsins og lánstími að hámarki 9 ár
  • 80% lán í allt að 7 ár og samanlagður aldur bílsins og lánstími að hámarki 12 ár

Lán fyrir önnur skráningarskyld tæki

Þú getur fengið fjármögnun á önnur skráningarskyld tæki fyrir allt að 75% af kaupverði. Lánstími annarra skráningarskyldra tækja getur verið allt að 5 ár en samanlagður aldur og lánstími getur að hámarki verið 10 ár. Önnur skráningarskyld tæki sem hægt er að fjármagna með Lykilláni geta verið mótorhjól, fjórhjól, snjósleðar, húsbílar, hjólhýsi og aðrir ferðavagnar.

Óverðtryggð bílalán með breytilegum vöxtum

Bílalán hjá Lykli eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum í samræmi við gjaldskrá Lykils á hverjum tíma og taka breytingar mið af almennum vaxtabreytingum á millibankamarkaði á Íslandi. Lánin eru með jöfnum greiðslum (annuitet) sem þýðir að greiðslubyrðin er jöfnuð yfir lánstímann.

Lántaki er skráður eigandi – veð í bílnum

Lántaki er skráður eigandi bifreiðar á lánstímanum en til tryggingar er tekið veð á 1. veðrétti í bifreiðinni/tækinu.

Borga bílalánið hraðar niður

Lántaki getur borgað Lykillánið hraðar niður. Til að lækka vaxtakostnað er góð leið að greiða inn á lán. Hægt er að greiða aukalega inn á bílalán eða greiða það upp hvenær sem er á lánstíma án nokkurs uppgreiðslugjalds.

Bílalán vextir

Bílalán vextir – Vextir á bílalán hjá Lykli hafa verið þeir hagstæðustu hagstæðustu á markaðinum. Vextir á bílalán eru yfirleitt mismunandi á milli fjármögnunarfyrirtækja og því mikilvægt að gera samanburð á hverjir vextir bílalána eru hverju sinni. Lykill býður upp á bílalán með óverðtryggðum vöxtum.

Með því að smella á hnappinn getur þú séð vexti á bílalánum samkvæmt verðskrá Lykils.

Reiknivél fyrir bílalán

Að reikna út bílalán miðað við þínar forsendur er auðvelt í reiknivélinni smelltu hér til að fara á reiknvél og sjá greiðslubirgði miðað við mismunandi forsendur.

Með því að smella á hnappinn getur þú reiknað út hvernig greiðslubirgði af bílaláni getur litið út.

Allar frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar Lykils í síma 540 1700 og á skrifstofu okkar að Ármúla 1 í Reykjavík.
Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á bilar@lykill.is
Bílalán